Fréttir
  • Heimsókn ráðherra

Ögmundur heimsækir Vegagerðina

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ræddi við starfsmenn

17.9.2010

Ögmundur Jónasson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur að undanförnu heimsótt stofnanir ráðuneytisins og í dag föstudaginn 17. september ræddi hann við starfsfólk Vegagerðinnar bæði í Reykjavík og eins út um allt land með hjálp fjarfundabúnaðar.

Fram kom í máli ráðherra að hann ætti eftir að setja sig vel inn í fjölda mála þegar kemur að samgöngumálum en að hann hefði sérstakan áhuga á því að kynna sér hvernig ákvarðanir um framkvæmdir eru teknar og hvort og hvernig er hlustað á sérfræðiþekkingu vegagerðarfólks.

Vegamálastjóri Hreinn Haraldsson tók á móti Ögmundi eftir hádegið og kynnti honum hina margháttuðu starfsemi Vegagerðarinnar. Að því loknu ræddi ráðherra við á annað hundrað starfsmanna í Reykjavík og út um allt land.

Fram kom hjá ráðherra að hann ætti efir að setja sig inn í sameiningu stofnana á samgöngusviði en á Alþingi hafa verið lögð fram til kynningar tvö frumvörp um Farsýsluna og Vegagerðina.  Hann vildi kynna sér málið áður en að hann tæki afstöðu til þess. Einnig minntist Ögmundur á að verkefni sem tengjast fjármögnun lífeyrissjóðanna um breikkun vega út frá Reykjavík og Vaðlaheiðargöngum væru í réttum farvegi. Mikilvægt væri að hans mati að ekki væri um einkaframkvæmd að ræða heldur yrði verkið á forræði Vegagerðarinnar en með fjármögnun frá lífeyrissjóðum þótt í sérfélagi væri. Varðandi veggjöldin færi það mikið eftir upphæðinni en að öðru leiti væru vegfarendur að borga fyrir vegina á einn eða annan hátt. Spurningin snerist um form þess.

 

Fundur með samgönguráðherra

 

Fundur með samgönguráðherra

 Fundur með samgönguráðherra

 

Fundur með samgönguráðherra

 

Fundur með samgönguráðherra

 

Fundur með samgönguráðherra

 

Fundur með samgönguráðherra

 

Fundur með samgönguráðherra