Fréttir
  • Varnargarðar 100 ára

100 ára varnargarðar við Markarfljót

standa enn og standa vel

7.5.2010

Fyrstu varnargarðarnir við Markarfljót eru 100 ára og þann 6. maí var haldið upp á það um leið og upplýsingaskilti um varnargarðana og flóðin í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli voru afhjúpuð.

Þann 6. maí 1910 hófst bygging fyrsta varnargarðsins að frumkvæði heimamanna, en hann var við Seljalandsmúla og var 700 m langur.

Á 100 ára afmælinu voru upplýsingaskiltin afhjúpuð og ávarpaði vegamálastjóri Hreinn Haraldsson samkomuna en hann er velkunnugur Markarfljóti en doktorsritgerð hans í jarðfræði, The Markarfljót sandur area, fjallar einmitt um svæðið.

Síðan var haldin hátíðarsamkoma í Heimalandi en sett hefur verið upp sögusýning um varnargarðana og áhrif þeirra á mannlíf í Rangárvallasýslu.

Áður en varnargarðarnir voru reistir gat Markarfljótið breytt úr sér víða og allt að ósum Þjórsár í vestri og að Holtsósi í austri. Og breiddi fljótið þá úr sér á Markarfljótsaurunum flestum til ama.

Kerfi varnargarðanna er nú stórt og mikið en þeir eru reistir og þeim viðhaldið í samvinnu Landgræðslunnar og Vegagerðarinnar þar sem Landgræðslan ber að sjá um varnir gegn landbroti af föllum fallvatna og Vegagerðin annast varnir vegna brúa og vega. Samvinnan hefur verið mikil og góð.

Myndir frá afhjúpuninni:

Varnargarðar 100 ára

 

Varnargarðar 100 ára

 

Varnargarðar 100 ára


Varnargarðar 100 ára

 

Varnargarðarnir í dag:

 

Varnargarðar