Fréttir
  • Umferðin í nokkur ár

Verulega minni umferð

fyrstu fjóra mánuði ársins

5.5.2010

Umferðin fyrstu fjóra mánuði ársins dróst verulega saman á 16 völdum talningarstöðum á Hringveginum eða um 3,2%. Þetta er mesti samdráttur í langan tíma.

Athygli vekur að fyrstu fjóra mánuði ársins 2008 stóð umferðin í stað eftir að hafa aukist mjög mikið árin á undan eða um 8-14%. Örlítil aukning varð fyrstu fjóra mánuðina í fyrra.

Nú þegar fjórir fyrstu mánuðir ársins eru að baki er meira mark takandi á umferðartölum frá áramótum, páskarnir skekkja ekki lengur myndina. Samdrátturinn í apríl í ár nam tæpum 8% en rúmum 3% frá áramótum. Í fyrra jókst umferðin fyrstu fjóra mánuðina um 0,7% en stóð í stað 2008, aukningin 2007 var hinsvegar tæp 8%, árið 2006 tæp 14% þannig að breytingin er mjög mikil.

Hin hraða aukning umferðar á hverju ári er hætt og samdráttur tekinn við. Sjá töfluna hér á síðunni.

Rannsóknir erlendis sýna mikla fylgni með þjóðarhag og umferðarsveiflu. Samskonar fylgni birtist á Íslandi þegar litið er til umferðartalna frá árinu 2008. Fyrsta vísbendingin var að umferðartölur hættu að hækka eftir stöðugt hækkunartímabil fyrstu fjóra mánuði áranna 2005 til 2007. Örlítil aukning var fyrstu mánuði ársins 2009 en samdrátturinn fyrstu fjóra mánuðina 2010 borinn saman við fyrstu fjóra mánuði 2009 er hvorki meiri né minni en 3,2 prósentustig.

Einnig er mögulegt, sé tekið mið af umferðinni í fyrra, að eðlisbreyting sé orðin á umferðinni þ.e. að hún verði enn minni að vetrinum en aukist meira að sumrinu, en verið hefur.

Það er samdráttur á öllum landssvæðum, nema Norðurlandi en þar verður örlítil hækkun. Mikil skíðasókn, til Akureyrar í vetur, kann að hafa hjálpað til. Umferð á Suðurlandi og Höfuðborgarsvæðinu minnkar mikið eða 4% á báðum svæðum, næst á eftir er Vesturland með tæplega 3% samdrátt. Um Norður- og Austurland mætti segja að umferð standi u.þ.b. í stað þar sem aukning á Norðurlandi og samdráttur á Austurlandi er óverulegur. Heildaraksturinn fyrstu fjóra mánuðina er nú sami og hann var á milli áranna 2006 og 2007, eða fyrir þremur og hálfu ári.

Sjá frekari upplýsingar hér.

Samanburður

 

Athugið um er að ræða órýnd gögn sem gætu tekið einhverjum breytingum þegar umferðartölur fyrir allt árið verður gert upp.

Frekari upplýsingar gefur Friðleifur Ingi Brynjarsson í síma 552-1817 eða í fib@vegagerdin.is