Fréttir
  • Bláskeggsárbrú

Bláskeggsárbrú endurgerð

á sumardaginn fyrsta

23.4.2010

Bláskeggsárbrú í Hvalfirði var á sumardaginn fyrsta tekin í notkun á ný eftir að hafa verið færð í upprunanlegt horf. Brúin var byggð árið 1907 og á 100 ára afmælinu var hafist handa við endurgerðina sem nú er lokið.

Brúin er líkt og í upphafi eingöngu ætluð gangandi fólki og ríðandi því hún var byggð fyrir tíma bílsins á Íslandi, síðar var hún reyndar breikkuð og styrkt til að þola vélknúin ökutæki. Brúin er fyrir ofan Hvalstöðina og Þyril og hægt að aka að upplýsingaskilti þar sem stuttur spölur er að brúnni. Sjá myndir hér fyrir neðan frá athöfninni þegar brúin var aftur tekin í notkun.

Bláskeggsárbrú var fyrsta steinsteypta brúin utan Reykjavíkur, í fyrstu var talið að hún væri fyrsta járnbenta brúin en svo reyndist ekki vera. Brúin var byggð árið 1907, lengd boga 6,9 m og breiddin 2,8. Þegar bílaöldin rann upp var brúin breikkuð lítillega og bætt við vængjum á brúna, þessar breytingar voru styrktar með járni í steypunni. Þoldi brúin þá bílaumferðina og var hún í notkun til ársins 1951.

Við endurgerðina var brúin færð í upprunalegt 1907 útlit og var tekið mið af myndum frá Geir Zoëga og handriðið til dæmis smíðað eftir þeim. Breikkunin og vængirnir voru teknir af og hleðslur lagaðar, unnið var við þetta verk sumurin 2008 og 2009.

Endurgerðin var samvinnuverkefni Hvalfjarðarsveitar, Fornleifaverndar ríkisins og Vegagerðarinnar. 

 

 


Bláskeggsárbrú

 


 

Bláskeggsárbrú

 

 

Bláskeggsárbrú

 

Bláskeggsárbrú

 

Bláskeggsárbrú

 

Bláskeggsárbrú

 

Bláskeggsárbrú

 

Bláskeggsárbrú

 

Bláskeggsárbrú