Fréttir
  • Markarfljót 15. apríl

Fyrsta grjótið farið í varnargarðinn

náð í grjót upp á Seljalandsheiði

16.4.2010

Um fimmleitið í dag, 16. apríl, var fyrsta grjóthlassinu sturtað í rofið á varnargarðinum austan við nýju brúna yfir Markarfljót. Náð var í grjótið í námu upp á Seljalandsheiði, en náman var notuð til af afla grjóts í hafnargarða Landeyjahafnar.

Fyrsta skref í því að lagfæra Hringveginn er að loka varnargarðinum. Þegar búið er verður að ýta upp efni í varnargarðinn og loka honum þannig og koma vatni af veginum austan við brúna verður hafist handa við að laga veginn. Samhliða verður varnargarðurinn grjótvarinn en það tekur nokkurn tíma. Þá mun einnig verða unnið við að lagfæra rofið í veginum næst nýju brúnni en það er sýnu stærst og lagfæra leiðagarðinn við brúna svo vatnið renni rétt leið undir hana.

Brúarsérfræðingar Vegagerðarinnar tóku út gömlu Markarfljótsbrúna og gáfu leyfi fyrir mjólkurflutningum.

Við gömlu brúna i gær, sérfræðingar taka hana út.

Markarfljot

Sjá kort með yfirliti yfir skemmdir af völdum flóðanna

(Pdf-skjal, stækkanleg mynd).