Fréttir
  • Samningur handsalaður

Vegagerðin tekur við Kárahnjúkavegi

forræði vegarins verður hjá Vegagerðinni á þessum u.þ.b. 60 km

10.3.2010

Landsvirkjun og Vegagerðin hafa undirritað samning sín á milli um að forræði og umsjón með Kárahnjúkavegi, og að hluta á Hraunavegi, færist yfir til Vegagerðarinnar.

Með samningnum afhendir Landsvirkjun Vegagerðinni vegina, án greiðslna eða endurgjalds, en vegirnir voru lagðir af Landsvirkjun í tengslum við rannsóknir og framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun.

Vegirnir sem samtals eru röskir 60 km að lengd flokkast undir landsvegi. Kárahnjúkavegur liggur frá þjóðvegi 931 að vegamótum Brúardalaleiðar vestan Jökulsár á Dal, og flyst umsjón með veginum í heild yfir til Vegagerðarinnar, að undanskildum vegarkaflanum frá austurenda Desjarárstíflu vestur fyrir áningarstað ferðamanna við Kárahnjúkastíflu.

Fréttatilkynning með frekari upplýsingum.

Skrifað undir: Hörður Arnarson og Hreinn Haraldsson.

Kárahjúkavegur undirskrift

 


      Vegirnir sem umræðir merktir gulri breiðri línu:
Kort af Kárahnjúkavegi