Fréttir
  • Verðlaunaafhending

Göngubrýr fá Steinsteypuverðlaunin

Vegagerðin verðlaunuð sem verkkaupi

26.2.2010

Göngubrýr yfir Njarðargötu og Hringbraut hlutu Steinsteypuverðlaunin í ár. Þau eru veitt af Steinsteypufélagi Íslands fyrir framúrskarandi steinsteypt mannvirki á síðustu fimm árum. Vegagerðin og Reykjavíkurborg fengu verðlaunin sem verkkaupi, einnig tóku við verðlaununum arkitektarnir frá Studio Granda, Efla fyrir verkfræðihönnun og verktakarnir Háfell og Eykt.

Áður hafi Vegagerðin verðlaunað verkið fyrir gerð og frágang mannvirkja.

Það var forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sem afhenti verðlaunin sem eru veitt árlega. Alls voru 22 mannvirki tilnefnd en dómnefnd var skipuð fulltrúum Arkitektafélagsins, verkfræðingafélagsins, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Listaháskólans undir forystu Steinsteypuifélagsins.

Hönnun og handverk göngubrúnna yfir Hringbraut og Njarðargötu þóttu til fyrirmyndar.

Göngubrýr yfir Njarðargötu og Hringbraut

Göngubrú

Göngubrýrnar, myndirnar tók Viktar Arnar Ingólfsson