Fréttir
  • Nýjar vefmyndavélar

Þrjár nýjar vefmyndavélar

Nýjar myndir frá Mikladal, Hálfdán og Fossahlíð

18.2.2010

Vegagerðin vinnur að því að fjölga vefmyndavélum á vegakerfinu. Nú er búið að taka í notkun þrjár nýjar vélar, allar eru þær á Vestfjörðum. Þær sýna hvernig færðin er á Mikladal milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar; á Hálfdán á milli Tálknafjarðar og Bíldudals og á Fossahlíð í Skötufirði.

Ný mynd kemur frá þessum vélum á fimm mínútna fresti og þær sýna þrjú sjónarhorn. Með þessum vélum eru komnar upp 28 vefmyndavélar sem sýna þá veður og færð á vegakerfinu.

Myndir frá vélunum má sjá hér á vef Vegagerðarinnar, fara má inn á þær beint af forsíðunni, af landakorti sem er til vinstri á síðunni. Einnig má fara inná vélarnar með því að smella á flipann "Umferð og færð" og síðan á flipann "Vefmyndavélar" neðarlega til vinstri. Þá er hægt að smella á hvert landsvæði fyrir sig eða velja myndavél úr lista yfir allar vélarnar.

Fljótlega verða fimm vélar til viðbótar teknar í notkun, vél í Þrengslum, við Skeiðavegamót, við Landvegamót, við Landeyjahöfn á Bakkafjöruvegi og í Eldhrauni.

Mynd af vefnum með skýringum