Fréttir
  • Göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar

Jarðgöng á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar - Frummatsskýrsla

2.11.2009

Fyrirhuguð er lagning nýs vegar og jarðganga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á Vestfjörðum.

Vegagerðin lagði fram tillögu að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum þessarar framkvæmdar og tók Skipulagsstofnun ákvörðun um tillögu að matsáætlun 27. nóvember 2008. Frummatsskýrsla er hér lögð fram til athugunar hjá Skipulagsstofnun samkvæmt lögum nr. 106/2000.

Í Samgönguáætlun er gert ráð fyrir að göng verði gerð á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar í Vestur-Ísafjarðarsýslu á árunum 2011-2014. Ríkisstjórn Íslands lýsti því yfir árið 2007, er hún kynnti svonefndar mótvægisaðgerðir vegna minni þorskkvóta, að flýta ætti jarðgangagerðinni þannig að hægt væri að taka göngin í notkun árið 2012. Þessar yfirlýsingar kunna að vera úreltar vegna efnahagsástands, en ákveðið hefur verið að halda áfram með hönnun og undirbúning. Undirbúningur miðast við að hægt verði að bjóða verkið út árið 2010.

Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 12. desember 2009 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum.

Jarðgöng á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar - Frummatsskýrsla

Gróðurathuganir vegna Dýrafjarðarganga

Fornleifakönnun vegna fyrirhugaðra ganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar

Fuglaathuganir í Borgarfirði í Arnarfirði og innarlega í Dýrafirði

Rannsóknir á búsvæðum og seiðabúskap Hófsár í Arnarfirði