Fréttir
  • Graf með þróun umferðar

Dregur aftur úr umferð

sumarumferðin var meiri en 2007 en er nú svipuð og í fyrra

5.10.2009

Umferðin á 16 völdum talningarstöðum á Hringveginum í september var nánast sú sama og í fyrra. Undanfarna mánuði, eða í sumar, hefur umferðin hinsvegar verið meiri en hún var metárið 2007.

Þannig að það dregur töluvert mikið úr umferð nú í september, miðað við síðustu mánuði, því árið 2008 var fyrsta árið í mjög langan tíma sem umferð dróst saman.

Sjá þróun umferðarinnar síðustu ár.

Af samantektartöflu hér á síðunni má sjá að enn og aftur eykst aksturinn mest á Austurlandi. Á aukningin sér stað bæði milli september mánaða eða 11,9% og svo þar á undan, það sem af er árinu eða 11,0%.

Höfuðborgarsvæðið (talningarstaðir á Hringvegi) er eina landssvæðið þar sem akstur hefur dregist saman frá áramótum. En minniháttar samdráttur var milli septembermánaða á Suðurlandi eða -0,3% en -1,1% samdráttur á höfuðborgarsvæðinu. Akstur jókst á öðrum svæðum.

Til að hægt sé að átta sig á hvernig staðan var, á sama tíma í fyrra, þá fylgir einnig mismunur milli árana 2007 og 2008. Það er fróðlegt að sjá að á sama tíma í fyrra var höfuðborgarsvæðið eina landsvæðið sem sýndi aukningu frá áramótum. Þannig að það mætti segja að sú umferðaraukning sem átti sér stað, á höfuðborgarsvæðinu árið 2008, sé nánast horfin (þ.e. 0,5% eftir), þegar borið er saman 9 mánaða tímabil.

Í heild hefur akstur aukist um 2,6% frá áramótum en hafði áður dregist saman um 1,7% á sama tíma í fyrra, þannig að m.v. 9 fyrstu mánuði ársins 2009 hefur aldrei verið jafn mikill akstur á þjóðvegum landsins.

Hingað til hefur litið út fyrir að umferðin í ár gæti orðið jafnvel meiri en 2007 en umferðin í september bendir til annars, umferðin í ár gæti þannig orðið eitthvað meiri en í fyrra en minni en 2007. Dragist umferðin meira sama eða ef um verulegan samdrátt á akstri, verður um að ræða, síðustu mánuði ársins, kann árið 2009 að verða annað árið í röð sem samdráttur yrði milli ára. Ef það gerðist mundi það verða einsdæmi frá því að Vegagerðin fór að skrá umferð með sambærilegum hætti og nú, eða frá 1975.

Samanburðartafla sept 2009

 

Þegar meðf. gröf eru skoðuð, sést að ný liðinn september mánuður 2009 er á svipuðu róli og 2008, þó eilítið hærri eða 0,2% sbr. töflu.

Uppsafnaður akstur er einnig aðeins meiri en árið 2007, sem var metár, eða 0,9%. Í ljósi efnahagsástandsins verður fróðlegt að sjá hver þróunin verður síðustu 3 mánuði ársins.

Hvernig sem fer verður það sögulegt.