Fréttir
  • Tilboð opnuð 5. maí 2009

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða með lægsta boð

í Bræðratunguveg (359), Flúðir - Tungufljót

5.5.2009

Mikill áhugi var á útboði Vegagerðarinnar í lagningu Bræðratunguvegar (359), Flúðir - Tungufljót en verkið felst í lögn vegar á 7,2 km löngum kafla og 1,2 km löngum tengingum við hann. Verkið felur einnig í sér smíði 270 m langrar steyptar bitabrúar yfir Hvítá og gerð leiðigarða.

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf Selfossi átti lægsta boð, upp á tæpar 629 milljónir króna en áætlaður verktakakostnaður nam 934 milljónum króna. Lægsta boð var því rúm 67 prósent af þeim kostnaði.

Athygli vekur að öll nema eitt af 23 boðum var undir áætluðum verktakakostnaði, fimm voru undir 70 prósentum og 12 voru undir 75 prósentum af áætluninni.

Yfirlit um öll tilboðin er að finna hér á vefnum