Fréttir
  • Frá opnun tilboða 7. apríl

Loftorka Reykjavík með lægsta boð í Álftanesveg

lægsta boð 68 % af áætluðum verktakakostnaði

7.4.2009

Alls buðu 19 verktakar í byggingu Álftanesvegar (415), Hafnarfjarðarvegur – Bessastaðavegur. Loftorka Reykjavík ehf. í Garðabæ átti lægsta tilboðið uppá 561 milljón króna. Áætlaður verktakakostnaður var 825 milljónir króna. Næstir komu Ris ehf./Vélaleiga A.Þ. Reykjavík og Ásberg ehf./Nesvélar Mosfellsbæ.

Tilboð Loftorku hljóðar uppá 68% af áætluðum verktakakostnaði.

Einnig voru opnuð tilboð í eftirlit með verkinu. Þá voru einnig opnuð tilboð í efnisvinnslu á Norðvestursvæði, Bitrufjörð og átti Króksverk ehf. Sauðarkróki lægsta boð.

Upplýsingar um öll tilboði er að finna á vef Vegagerðarinnar.

Álftanesvegur (415), Hafnarfjarðarvegur - Bessastaðavegur

Eftirlit með ofangreindri framkvæmd

Efnisvinnsla Norðvestursvæði, Bitrufjörður