Fréttir
  • Frá opnun tilboða, vegamálastjóri og samgönguráðherra voru viðstaddir.

Mörg lág tilboð í Vopnafjarðartengingu

Tvö tilboð upp á rétt rúm 50 prósent

24.3.2009

Alls bárust 13 tilboð í lagningu Norðausturvegar (85), Bunguflóa - Vopnafjarðar eða tengingu Vopnafjarðar við Hringveginn. Einungis tvö tilboðanna voru hærri en áætlaður verktakakostnaður.

Hektar ehf í Reykjavík áttu lægsta tilboðið upp á rúmar 738 milljónir króna, en tilboð Háfells ehf í reykjavík var litlu hærra eða tæpar 740 milljónir króna. Áætlaður verktakakostnaður var rúmar 1.440 milljónir króna.

Þessi tilboð eru því 51,3 og 51,4 prósent af verktakakostnaði líkt og sjá má hér á vef Vegagerðarinnar.

Gerð Norðausturvegar, frá Bunguflóa að Vopnafirði og hluta Hofsárdalsvegar. Norðausturvegur verður um 30,4 km langur og liggur frá Bunguflóa, um Vesturárdal að þéttbýlinu á Vopnafirði. Hofsárdalsvegur (920), liggur frá nýja Norðausturveginum í Vesturárdal yfir að Árhvammi í Hofsárdal, og verður hann 6,8 km langur. Endurbæta þarf 0,85 km af Skógavegi (914), frá Vesturárdalsvegi vestur fyrir tengingu við Torfastaðaveg. Nýjar tengingar verða um 1,6 km að lengd.