Fréttir
  • Flestir vilja auknar hálkuvarnir þegar spurt er um vetur

Aukin jákvæðni í garð Vegagerðarinnar

Vegfarendur jákvæðari en þeir hafa verið undanfarin ár

23.3.2009

Heldur fleiri segjast nú vera jákvæðari gagnvart Vegagerðinni heldur en undanfarin fjögur ár. Tvisvar á ári spyr Capacent Gallup um viðhorf landsmanna til þjóðveganna, vetur og sumar. Nú segjast nærri 71 prósent vera frekar eða mjög jákvætt í garð Vegagerðarinnar og hefur meðaltalið farið úr 6,3 í fyrra í 6,8 núna.

Sem fyrr vill fólk fyrst og fremst auka hálkuvarnir en það nefna meira en helmingur svarenda, síðan vilja vegfarendur fjölga kantstikum.

Könnun Capacents Gallups.

Þeim fjölgar heldur sem vilja helst bæta hálkuvarnirnar, en á eftir fjölgun kantstika nefna menn fjölgun viðvörunarmerkja, bætta málun á bundnu slitlagi, breikkun vega og bætta vegi eða slitlag.

Þá segjast einnig töluvert fleiri vera örugg þegar þau aka á þjóðvegunum en undanfarin ár eða réttir tveir þriðju svarenda.

Heldur færri telja kanstikur og málun vera fullnægjandi heldur en í sumarkönnuninni fyrra en eigi að síður eru það fleiri sem telja þetta fullnægjandi núna heldur en í undanförnum vetrarkönnunum.

 

Þeim fækkar sem telja hálkuvarnir ófullnægjandi en ánægja með snjómokstur á þjóðvegunum er svipuð og mörg undanfarin ár. Þá er almenn ánægja með símsvörun hjá vegagerðinni þótt heldur fleiri segjast nú hvorki vera ánægðir eða ónægðar en í síðustu könnunum.  

 

 

 

Ert þú jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart Vegagerðinni?

 

AnagjaVgVetur2009

 

 

 

 

 

Hvað að eftirtöldu viltu helst bæta á þjóðvegum landsins að vetrarlagi?

 

BreytingarVetur2009