Fréttir
  • Umferðin á 15 talningarstöðum

Umferðin á þjóðvegum dregst saman um 3 % 2008

dregst mest saman á Austurlandi

21.1.2009

Áætlað er að umferðin á þjóðvegum landsins hafi dregist saman um 3 prósent sé tekið mið af 15 talningarstöðum á Hringveginum. Rétt er þó að minna á að þetta eru 15 staðir en ekki mælingar á öllu þjóðvegakerfinu og því einungis ábending um umferðarþungan í heild.

Umferðin dróst saman í desember samanborið við desember 2007 níunda mánuðinn í röð. Umferðin er eigi að síður meiri árið 2008 en 2006. Mest dróst umferðin saman í október um 9 prósent.

Umferðin í desember 2008 dróst saman um 3,4 prósent frá sama mánuði árið 2007. Þetta er minni samdráttur en mánuðina á undan.

Sé allt árið 2007 borið saman við allt árið 2008, teknir eru fyrir 15 talningarstaðir staðir, þá lítur dæmið svona út:

Suðurland -3,8%

Höfuðborgarsvæðið -2,2%

Vesturland -4,2%

Norðurland -3,0%

Austurland -11,6%

Í heild 3,0%

Sem sagt má búast við um 3% samdrætti milli ára sem yrði þá sá mesti síðan skráðar talningar Vegagerðarinnar hófust.

Frekari upplýsingar veitir Friðleifur I. Brynjarsson í 522-1000 eða fib@vegagerdin.is

UmferdDesLinurit

UmferdDesStoplar

 

UmferdDesTafla