Fréttir
  • Hallsvegur - Úlfarfellsvegur - gatnamót við Vesturlandsveg

Hallsvegur - Úlfarsfellsvegur og mislæg gatnamót við Vesturlandsveg

Frummatsskýrsla

19.1.2009

VSÓ Ráðgjöf hefur nú lokið við gerð frummatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum fyrir framkvæmdir vegna Hallsvegar, Úlfarsfellsvegar og mislægra gatnamóta við Vesturlandsveg. Matsvinnan hefur verið unnin í samvinnu og undir verkstjórn framkvæmdaraðila sem eru Vegagerðin og Umhverfissvið Reykjavíkurborgar.

Frummatsskýrslan fjallar um umhverfisáhrif nýs kafla Hallsvegar frá Víkurvegi að Hringvegi með brú yfir Korpu (Úlfarsá), mislægrar gatnamóta yfir Vesturlandsveg og Úlfarsfellsvegar í beinu framhaldi af Hallsvegi.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að tengja Grafarvogshverfi og hverfi í Hamrahlíðum og Úlfarsárdal við Vesturlandsveg og bæta tengingu hverfanna innbyrðis í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkur. Mislæg gatnamót eru talin nauðsynleg til að greiða fyrir umferð inn og út úr hverfunum sitt hvoru megin við Vesturlandsveg og bæta flæði umferðar á Vesturlandsvegi. Framkvæmdum er ætlað að auka umferðarrýmd gatnanna, þjónustustig og umferðaröryggi.

Helstu neikvæð umhverfisáhrif framkvæmdarinnar samkvæmt matsvinnunni verða á hljóðvist við Úlfarsfellsveg. Önnur áhrif eru talin veigaminni vegna eðlis þeirra, umfangs og tímalengdar. Í frummatsskýrslu er gerð grein fyrir því hvernig ráðgert er að draga úr líklegum neikvæðum áhrifum. Þar ber helst að nefna áhrif framkvæmdar á hljóðvist við Úlfarsfellsveg, áhrif brúar á fiskgengd og hrygningu og varp fugla.

Skipulagsstofnun hefur samþykkt að auglýsa frummatsskýrsluna þar sem þær eru í samræmi við matsáætlun og lög um mat á umhverfisáhrifum. Kynning á frummatsskýrslu og réttur til að skila inn athugasemdum er frá 20. janúar til 4. mars 2009. Athugasemdir eða ábendingar skal senda skriflega til Skipulagsstofnunar.

Niðurstöður mats á umhverfisáhrifum verða kynntar fimmtudaginn 22. janúar 2009 kl. 20:00 til 21:30, í sal eldri borgara á Korpúlfsstöðum.

Samantekt frummatsskýrslu
Frummatsskýrsla (PDF 4,8 MB)
Kort og myndir (PDF 14,1 MB)

Viðaukar:
Fornminjar
Loftdreifingarspá (PDF 4,6 MB)