Fréttir
  • Vasi við vegamót á Suðurlandsvegi

Vasar á Suðurlandsvegi

10 vasar á níu vegamótum til að auka umferðaröryggi

18.11.2008

Nýlega var lokið við að breikka veginn við nokkur vegamót á Suðurlandsvegi á milli Selfoss og Hveragerðis. Alls eru þetta tíu vasar á níu vegamótum. Þetta gerir ökumönnum kleift að aka framhjá ökutæki sem er að beygja af Suðurladnsvegi inná hliðarvegi.

Þessi mörgu vegamót á þessum kafla Hringvegarins hafa skapað mikla hættu og er þetta liður í auknu umferðaröryggi, biðleikur þar til vegurinn allur verður breikkaður og akstursstefnur aðsikildar. Á sama tíma voru fræstar vegrifflur á miðju vegarins sem einnig eykur umferðaröryggi.

Vegrifflurnar vara ökumenn við ef þeir eru að fara inná rangan vegarhelming.

Vasi5

Vasi1

Vasi3

vasi4