Fréttir
  • Rannsóknarráðstefna 2008

Vel heppnuð ráðstefna um rannsóknir Vegagerðarinnar

Metþáttaka á sjöundu ráðstefnunni

13.11.2008

Aldrei áður hafa jafn margir sótt árlega ráðstefnu Vegagerðarinnar um rannsóknir og nú í ár en 171 þátttakandi var skráður á þessa sjöundu ráðstefnu sem haldin var þann 7. nóvember síðastliðinn. Þar var fjallað um til dæmis breikkun vega, þróun þungaumferðar, stofnbrautir hjólreiða, umferðaröryggi á hálendinu, tíðni aftakaatburða í framtíðarveðri, skipulagsáætlanir og þjóðvegi svo nokkur dæmi séu tekin.

Á ráðstefnunni voru kynnt 19 verkefni sem hafa fengið styrk úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar á þessu og síðasta ári. Það er þó aðeins hluti af þeim fjölda verkefna sem fá styrk, en á hverju ári undanfarið hefur ríflega 100 milljónum króna verið veitt í yfir 100 verkefni. Umsóknir hafa þó alltaf verið mun fleiri og oft þurft að hafna góðum verkefnum.

Í vegalögum er bundið að 1,5 % af mörkuðum tekjum stofnunarinnar skuli renna til rannsókna og þróunar. Gert hefur verið ráð fyrir að þessi lagabókstafur verði virkur við endurskoðun á 4 ára samgönguáætlun og því hefðum við úr fleiri krónum að spila við úthlutun í febrúar 2009 en áður. Á óvissutímum sem nú eru, gæti þó orðið einhver samdráttur í þessu, en ekki er búist við frekari niðurskurði, enda ekki síður mikilvægt að stunda rannsóknir á krepputímum en öðrum tímum.

Skýrslur og niðurstöður rannsókna eru birtar hér á vefnum jafnóðum og þær liggja fyrir:

Upplýsingar og útgáfa => Rannsóknarskýrslur

Nú er hægt að nálgast ágrip af erindum á ráðstefnunni og einnig hægt að skoða glærur sem fyrirlesarar notuðu, sjá hér fyrir neðan.

Dagskrá ráðstefnunnar með erindum og ágripum:

Dagskrá:

08:00-09:00 Skráning
09:00-09:15 Setning
(Þórir Ingason, Vegagerðinni)

Mannvirki

09:15-09:30 Klór í steyptum brúargólfum undir malbiki
(Gísli Guðmundsson, Mannviti) - ágrip
09:30-09:45 Hönnun breikkana - Breikkun og styrking vega með bundnu slitlagi
(Kristján Kristjánsson, Vegagerðinni) - ágrip
09:45-10:00 Vegrið og vegbúnaður, valkostir og kröfur
(Daníel Árnason, Vegagerðinnni) - ágrip
10:00-10:15 Tilraunakaflar með klæðingu á Vestfjörðum
(Pétur Pétursson, NMÍ) - ágrip
10:15-10:25 Umræður og fyrirspurnir
10:25-10:55 Kaffi

Umferð

10:55-11:10 Háannatímalíkan 2007
(Smári Ólafsson, VSÓ) - ágrip
11:10-11:25 Þróun þungaumferðar á þjóðvegum
(Skúli Þórðarson, Vegsýn) - ágrip
11:25-11:40 Stofnbrautir hjólreiða - rýni áætlana
(Sverrir Bollason, VSÓ) - ágrip
11:40-11:55 Óhappatíðni eftir breidd og langhalla vega
(Haraldur Sigþórsson, EFLA verkfræðistofa) - ágrip
11:55-13:00 Matur
13:00-13:15 Umferðaröryggi á hálendinu: Kárahnjúkavegur
(Guðmundur Freyr Úlfarsson, HÍ og Þórarinn Hjaltason, Almennu verkfræðistofunni) - ágrip
13:15-13:30 Athugun á slysum þar sem ekið hefur verið á ljósastaura
(Auður Þóra Árnadóttir, Vegagerðinni) - ágrip
13:30-13:45 Hægri beygjur af þjóðvegum
(Bryndís Friðriksdóttir, EFLA verkfræðistofa) - ágrip
13:45-13:55 Umræður og fyrirspurnir

Umhverfi

13:55-14:10 Hálendisvegir, sjónræn áhrif og vegstaðlar fyrir útivistarvegi á hálendinu
(Ragnar Frank Kristjánsson, LbHÍ, Snævarr Guðmundsson, nemi HÍ) - ágrip
14:10-14:25 Ferðamannaleiðir - ferðamannavegur - skilgreining
(Fríða Björg Eðvarðsdóttir, VSÓ) - ágrip
14:25-14:40 Tíðni aftakaatburða í framtíðarveðurfari
(Haraldur Ólafsson, HÍ og Veðurstofunni)
14:40-14:55 Efnarafall til framleiðslu á orku fyrir mælistöðvar
(Nicolai Jónasson, Vegagerðinni) - ágrip
14:55-15:25 Kaffi
15:25-15:40 Tengsl umhverfismats áætlana og mats á umhverfisáhrifum framkvæmda
(Ásdís Hlökk Theódórsdóttir, Háskólanum í Reykjavík) - ágrip
15:40-15:50 Umræður og fyrirspurnir

Samfélag

15:50-16:05 Skipulagsáætlanir og þjóðvegir
(Salvör Jónsdóttir, Alta) - ágrip
16:05-16:20 Verklagsreglur og áhættuviðmið vegna snjóflóða á þjóðvegum
(Árni Jónsson, Orion) - ágrip
16:20-16:35 Mannaflaþörf og tækjanotkun í vegagerð
(Jón Þorvaldur Heiðarsson, Háskólanum á Akureyri) - ágrip
16:35-16:50 Samgönguáætlun og framtíðarþróun í samgöngumálum
(Dagur B. Eggertsson, formaður samgönguráðs)
16:50-17:00 Umræður og fyrirspurnir / Ráðstefnuslit