Fréttir
  • Sumarökuhraði á 10 stöðum á Hringveginum

Verulega dregur úr ökuhraða á þjóðvegunum

góðar fréttir úr umferðinni, minni hraði dregur úr slysahættu

11.11.2008

Sumarökuhraði hefur lækkað verulega á Hringveginum frá því á árinu 2004. Hann hefur lækkað jafnt og þétt að árinu 2006 undanskildu þegar hann hækkaði. Ekki er hægt að meta umferðarhraðann að vetrarlagi því hann er það háður veðurfari.

Á þessu tímabili hefur meðalökuhraðinn á tíu stöðum lækkað um einn km á klst á ári sem er mjög mikið og enn meira þegar miðað er við svokallaðann V85 hraða sem hefur lækkað um 1,5 km á klst á ári. V85 er sá hraði sem 85 prósent ökumanna halda sig innan við en 15 prósent aka hraðar. Á þessu fjögurra ára tímabili hefur V85 hraðinn lækkað um 5,7 km á klst þ.e.a.s. úr 108,6 í 102,9.

Þetta eru ánægjulegar niðurstöður þar sem mjög mikil áhersla hefur verið lögð á aukið hraðaeftirlit undanfarin ár í tengslum við umferðaröryggisáætlun stjórnvalda, bæði hefðbundið eftirlit lögreglu og sjálfvirkt hraðaeftirlit.

Skúli Þórðarson hjá Vegsýn vann samantekt um þróun ökuhraða á þjóðvegum fyrir Vegagerðina.

Medalhradi_a_10_stodum

SumarfrjalsV85-2008

Sumarfrjals_-_2008