Fréttir
  • Suðurlandsvegur

Tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hólmsá ofan Reykjavíkur og að Hveragerði

Tillaga að matsáætlun

16.5.2008

Tillaga að matsáætlun fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hólmsá ofan Reykjavíkur og að Hveragerði hefur verið lögð inn til Skipulagsstofnunar til málsmeðferðar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum. Verkfræðistofan Línuhönnun verkstýrir mati á umhverfisáhrifum fyrir hönd framkvæmdaraðila.

Hægt er að nálgast eintak af tillögu að matsáætlun hér hjá Vegagerðinni og á vefum Skipulagsstofnunar og Línuhönnunar.

Tillaga að matsáætlun

Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir. Hægt er að koma skriflegum athugasemdum við tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar fyrir 30. maí 2008