Fréttir
  • Nýbýlavegur - Hafnarfjarðarvegur - kort af framkvæmdasvæði

Nýbýlavegur - umferðarstraumar breytast

vegna framkvæmdanna breytast umferðastraumar verulega

8.5.2008

Föstudaginn 9. maí áætlar Ístak að loka núverandi aðrein Hafnarfjarðarvegar (40) vegna breytinga sem verið er að vinna í tengslum við framkvæmdir á Nýbýlavegi.

Umferð verður á færð í tveimur áföngum yfir á nýjan hluta Nýbýlavegar sem unnið hefur verið við að undanförnu.

Þegar núverandi aðrein Hafnarfjarðarvegar (40) verður lokuð þá breytast eftirfarandi umferðarstraumar í fyrri áfanganum:

1. Umferð á Nýbýlavegi-austur sem er á leið til Reykjavíkur er færð yfir á nýja akrein og í hringtorg Nýbýlavegar, Auðbrekku og Lundarbrautar þar til ekið er inn á nýja aðrein Hafnarfjarðarvegar

2. Umferð á Kársnesbraut og Nýbýlavegi-vestur sem er á leið til Reykjavíkur mun nota tímabundna hjáleið sem felst í því að beygt er til norðurs inn á nýja akrein Nýbýlavegar á móts húsnæði Toyota á Nýbýlavegi. Þessi umferð sameinast svo umferð í lið 1 á nýrri aðrein Hafnarfjarðarvegar

3. Umferð frá Auðbrekku sem er á leið til Reykjavíkur mun aka núverandi Nýbýlaveg til vesturs og inn á sömu hjáleið og líst er í lið 2.

4. Skeljabrekku er lokað milli Dalbrekku og Nýbýlavegar. Hjáleið er um Dalbrekku og Auðbrekku.

5. Umferð á milli austur- og vesturbæjar Kópavogs er óbreytt á núverandi Nýbýlavegi.