Fréttir
  • Sæfari í Grímsey

Greinargerð um Sæfara

Greinargerð Vegagerðarinnar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferjunni Sæfara

5.5.2008

Upphafleg meginmarkmið náðust, þ.e.a.s. hinn nýi Sæfari uppfyllir allar kröfur til þeirra siglinga sem því er ætlað, aðstaða farþega er stórbætt, siglingatími styttist umtalsvert og kostnaður er mun minni en við nýsmíði þótt hann sé ekki sá sem að var stefnt í upphafi.

Það sem betur má fara

1) Ljóst er að betra hefði verið að skipa strax í upphafi verkefnishóp með þátttöku Vegagerðar, ráðuneytis, Siglingastofnunar, heimamanna og rekstaraðila.

2) Skoða hefði þurft skipið betur áður en gengið var frá kaupunum.

3) Hönnunargögn hefðu í upphafi þurft að vera nákvæmari og betri.

4) Gera hefði þurft meiri kröfur til verktaka

Skýrslan í heild sinni.