Fréttir
  • Stikur styðja - frá skyndihjálparnámskeiði í Vík í Mýrdal

Stikurnar styðja -- eru spelkur góðar

vegstikur má nota sem spelkur

21.2.2008

Á dögunum voru starfsmenn Vegagerðarinnar í Vík á skyndihjálparnámskeiði þar sem þeim var sýnt nýstárlegt notagildi á vegstikum komi menn að umferðaróhappi úti á vegum,

Skyndihjálparleiðbeinandinn frá Rauða krossinum, Vigdís Arnardóttir, var að tala um hvað væri hægt að nota sem spelkur úti á víðavangi og þá benti hún á að á öllum vegum væru kantstikur og þær væru alveg frábærar til að nota við spelkun á brotum. Þær væru léttar, mjúkar og íhvolfar þannig að þær meiða ekki sjúklinginn og svo er hægt að stilla á þeim lengdina með því að nota 2 stikur sem eru límdar saman með límbandi og svo settar á sjúklinginn.

Það eina sem leiðbeinandinn kvartaði yfir með stikurnar var að það gæti verið svo erfitt að ná þeim upp úr stikufótunum. Sérstaklega á þetta við ef að stikurnar eru nýjar, og svo brýndi hún fyrir fólki að ef að  þyrfti að nota svona stiku þá væri það sjálfsögð kurteisi að tilkynna um notkunina á stikunum til Vegagerðarinnar eftir að búið væri að koma sjúklingnum til læknis.

 

FyrstaHjalpStikur1

 


FyrstaHjalpStikur2