Fréttir
  • Sæfari

Óformlegt lokað útboð (verðkönnun)

Tilboð opnuð á föstudag

3.1.2008

Tilboð í lokaendurbætur á Grímseyjarferjunni Sæfara verða opnuð á föstudag 4. janúar.

Um er að ræða nokkra verkþætti svo sem að smíða dyr á stjórnborðssíðu sem verður aðalinngangur í ferjuna sem gerir hreyfihömluðu auðveldara um vik. Samskonar dyr verða settar á bakborðshliðina og verður neyðarútgangur. Þá verður skipt út um 22 fermetrum af stáli á byrðingi skipsins sem auðveldar og bætir klössun skipsins. Komið verður fyrir kælingu í efri flutningalestinni vegna fiskflutninga, og salernum verður breytt þannig að þau nýtist hreyfihömluðum á betri hátt en ella, auk nokkurra fleiri smærri verka.

Vegna umræðunnar lét Vegagerðin kanna hvað myndi kosta að smíða nýtt skip í líkingu við Grímseyjarferju og var niðurstaða þeirrar könnunar að það myndi kosta að minnsta kosti 900 milljónir króna miðað við verðlag í dag.