Fréttir
  • Vegir og skipulag - forsíða leiðbeinngarrits

Leiðbeiningar Vegagerðarinnar: Vegir og skipulag

fyrir sveitarfélög og skipulagshöfunda

4.12.2007

Vegagerðin hefur nú gefið út nýjar leiðbeiningar sem bera nafnið: Vegir og skipulag - Leiðbeiningar Vegagerðarinnar fyrir sveitarfélög og skipulagshöfunda. Leiðbeiningarnar voru unnar af VSÓ Ráðgjöf í samvinnu við Vegagerðina.

Í skipulagsvinnu þarf oft að taka tillit til samgöngumannvirkja á ábyrgð Vegagerðarinnar sem liggja um eða við skipulagssvæðið. Gera þarf ráð fyrir nægilegu rými svo samgöngumannvirki uppfylli kröfur um ásættanlegt þjónustustig, hljóðvist, sýnileika og umferðaröryggi.

Með leiðbeiningarriti fyrir skipulagshöfunda leggur Vegagerðin sitt af mörkum til að stuðla að skilvirku samráðsferli.

Leiðbeiningarnar er að finna undir Leiðbeiningar og staðlar á vef Vegagerðarinnar