Fréttir
  • Hluti ráðstefnugesta

Vel heppnuð ráðstefna um rannsóknir

6. ráðstefna um rannsóknir Vegagerðarinnar haldin 2. nóvember

3.11.2007

Þeim fer sífellt fjölgandi sem sækja hin árlegu ráðstefnu um rannsóknir Vegagerðarinnar. Hana sóttu um 150 manns að þessu sinni en 6. ráðstefnan var haldin 2. nóvember. Alls voru 20 erindi haldin um þær margvíslegu rannsóknir sem fram fara um jafn ólíka hluti og hönnun hljóðvarna, grænt asfalt, kvörðun frostdýptarmæla, óhappatíðni í beygjum og langhalla, aldraða í umferðinni, landris og eldvirkni vegna rýrnunar Vatnajökuls eða ferðamennsku við Laka svo nokkuð sé nefnt.

Almennt var gerður góður rómur að erindunum enda áhugasamir áheyrendur sem tóku til sín orð Þóris Ingasonar sem setti ráðstefnuna þegar hann sagði að “þó að nauðsynlegt sé að þeir sem standa að rannsóknarstarfi kynni sínar niðurstöður og upplýsi um þær sem víðast, hvílir líka ákveðin skylda á þeim sem eru að vinna í geiranum að fylgjast með.”

Hann sagði líka að það væri “ánægjulegt, en jafnframt erfitt fyrir forsvarsmenn rannsóknarstarfsins, að það voru mun fleiri sem sýndu áhuga á að halda erindi á ráðstefnunni en pláss var fyrir og því þurfti að velja úr.”

Upplýsingar um ráðstefnuna verður svo að finna hér á vef Vegagerðarinnar innan tíðar.

Nokkrar myndir frá ráðstefnunni:

radstefna2

radstefna3

radstefna4

radstefna5