Fréttir
  • Búkolla

Vel heppnaður fundur með verktökum

samráðsfundur verktaka og Vegagerðarinnar velsóttur

18.10.2007

Vegagerðin hefur haldið ráðgjafarfundi með flutningsaðilum og hefur það gefist vel. Á miðvikudag var svo haldinn fyrsti fundur með verktökum sem sýndu fundinum mikinn áhuga með góðri mætingu og fjörugum umræðum.

Ríflega 20 fulltrúar verktaka, stórra og smárra, ræddu um þau mál sem á þeim heitast brenna. Rætt var um eftirlit með verkum, samræmi í útboðum, gæðastjórnunarkerfi og kröfur á hendur verktaka í þeim efnum, öryggismál, hvottveggja er varða öryggi starfsmanna verktakanna og öryggi vegfarenda, og einnig möguleika á hjáleiðum og lokunum öryggisins vegna.

Margt fleira var rætt og augljóst að af þessum fundum má ýmislegt læra og eru þeir án efa góður grundvöllur til að bæta samskiptin sem eru reyndar í góðu lagi. En gott má líka bæta.

Það er Pétur Guðjónsson hjá GCG, Global Consulting Group, sem stýrir þessu starfi rétt eins og samsvarandi fundum með flutningsaðilum.