Fréttir
  • Íslenski básinn á PIARC

Gjaldtaka í þágu umhverfisins

60 samgönguráðherra hittast á ráðstefnu

17.9.2007

Samgönguráðherranir 60 hittust til þess að ræða gjaldtöku á vegum. Hugmyndin er að notendur veganna greiði fyrir notkunina í stað þess að gjald sé tekið af eigendum ökutækja. Þar sem tilraunir hafa verið gerðar með gjaldtöku (fyrst og fremst í stærri borgum) hefur andstaða almennings sem var nokkur í upphafi snúist í stuðning við gjaldtökuna. Tilraunir hafa verið gerðar til að mynda í Hollandi, Noregi, Svíþjóð og sú frægasta í London.

Samgönguráðherranir lögðu áherslu á að gjaldtaka sem miðaðist við notkun vegnanna væri ekki tæki til að auka skattlagningu heldur breyta henni þannig að þeir sem notuðu til dæmis fjölfarna vegi á álagastímum borguðu meira en hinir, og að þeir sem menga meira borgi meira. Reynslan af gjaldtökunni hefur verið sú að umferð hefur í mismiklum mæli þó minnkað sem og hefur dregið úr mengun. Hvorttveggja gróðurhúsalofttegunda og svifryks.

Íslenski básinn á sýningunni eru hluti af norræna básnum en þar er kynnt framtíðarsýn. En Íslendingar eru mjög framarlega í því að samþætta ýmis upplýsingakerfi sem mæla ástanda vega, umferð og fleira. Með aukinni samþættingu má auka þjónustu við vegfarendur til muna, auðveldar verður einnig að þjónusta vegina og sú vinna verður markvissari. Það er akkur í því til dæmis að sjá fyrir hvenær hálka fer að myndast og jafnvel geta spáð fyrir um það. Einnig hvort líklegt sé að næstu daga megi búast við þungatakmörkunum. Notendur veganna gætu þá skipulagt sig með tilliti til þess.

Það er Vegagerðin ásamt verkfræðistofunum Samrás og Samsýn og ND á Íslandi sem sýna.

PiarcGraf_Page_1

PiarcGraf_Page_2