Fréttir
  • Á Hringvegi 1 við Hafravatn

Athugasemd vegna leiðara Blaðsins

Misskilningur í leiðaraskrifum 24. ágúst

27.8.2007

Óhjákvæmilegt er að leiðrétta nokkurn misskilning sem gætir í leiðara Blaðsins föstudaginn 24. ágúst sem ber yfirskriftina “Suðurlandsvegur og einkaframtakið”.

Þar er því haldið fram réttilega að 2+1 vegur sé ódýrari lausn en 2+2 “en er ekki talin bæta eins miklu við öryggið og tvöföldun vegarins,” segir í leiðaranum.

Miðað við reynsluna af tvöföldun Reykjanesbrautar má áætla að það kosti tvö- til þrefalt meira að leggja 2+2 veg en 2+1 veg, líkt og sjá má í Framkvæmdafréttum 6. tbl. 2007.

Samkvæmt sænskri rannsókn þá er öryggi 2+2 vegar, eins og þess sem lagður hefur verið á Reykjanesbrautinni, nákvæmlega það sama og á 2+1 vegi með hámarkshraða 90 km á klst. Það er að segja tíðni alvarlegra slysa og banaslysa mælist sú sama. Þannig að öryggið á 2+1 vegi er mjög mikið. Það hlýtur að vera umhugsunarefni þegar litið er til öryggissjónarmiða að unnt er að leggja tvisvar til þrisvar sinnum lengri kafla af 2+1 vegum en 2+2 vegum.

Eigi að síður er rétt að árétta að unnið er af hálfu Vegargerðarinnar að undirbúningi þess að tvöfalda hvorttveggja Suðurlandsveg og Vesturlandsveg út frá höfuðborginni.

Leiðari Blaðsins í hlaðvarpi