Fréttir
  • Breikkun Nýbýlavegar að Birkigrund - afstöðumynd

Flýtt fyrir tengingum við nýtt Lundarhverfi í Kópavogi

16.5.2007

Stefnt er að því hefja framkvæmdir svo fljótt sem auðið er við Nýbýlaveg í Kópavogi og við gatnamót Nýbýlavegar og Hafnarfjarðarvegar. Tvö ný Hringtorg koma á Nýbýlaveginn annarsvegar inn í hið nýja hverfi og hinsvegar rétt austan við umferðarbrúna yfir veginn.

Föstudaginn 11. maí skrifuðu þeir nafnarnir Gunnar I Birgisson bæjarstjóri og Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri undir samning um kostnaðarskiptingu á milli Vegagerðarinnar og Kópavogsbæjar vegna framkvæmdanna við Nýbýlaveginn.

Hlutur Kópavogs er 29 prósent en Vegagerðarinnar 71 prósent. Fjárveiting til verksins er ætluð 226 milljónir króna árið 2008 og 194 milljónir árið 2009. Til þess að hægt sé að bjóða verkið út í ár eða öllu heldur í sumar, hefur Kópavogsbær boðist til þess að lána Vegagerðinni fé eða sem nemur 170 milljónum króna frá því í október 2007 til febrúar 2009 án vaxta eða verðbóta. Felst þetta í samningnum sem undirritaður var á föstudaginn.

Undirskrift samnings - Gunnar I Birgisson bæjarstjóri og Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri

Undirskrift samnings

Gunnar I Birgisson bæjarstjóri og Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri