Fréttir
  • Skjaldarmerki

Auglýsing um umhverfismat Samgönguáætlunar 2007 - 2018

6.10.2006

Samgönguráðuneytið og stofnanir þess auglýsa hér með kynningu á umhverfismati á tillögu að samgönguáætlun 2007 – 2018 í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Samgönguáætlun er unnin í samræmi við lög nr. 71/2002 og er hún samræmd áætlun fyrir flug-, siglinga- og vegamál. Umhverfismatið tekur til áhrifa helstu markmiða og helstu framkvæmda samgönguáætlunar á umhverfið.

Umhverfismat samgönguáætlunar liggur frammi til kynningar hjá Flugmálastjórn Íslands, Reykjavíkurflugvelli, Siglingastofnun Íslands, Vesturvör 2, Kópavogi og Vegagerðinni, Borgartúni 7, Reykjavík.

Umhverfismatið er ennfremur kynnt á vef samgönguráðuneytisins (www.samgonguraduneyti.is), og vefjum Flugmálastjórnar (www.caa.is), og Siglingarstofnunar (www.sigling.is).

Með umhverfisskýrslu fylgja til hliðsjónar drög Samgönguráðs að samgönguáætlun 2007 – 2018, en ekki er óskað eftir sérstökum athugasemdum við þau drög að þessu sinni.

Frestur til að gera athugasemdir við umhverfismat samgönguáætlunar er til og með 20. nóvember 2006 og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar.

Athugasemdir við umhverfismatið skulu berast samgönguráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 150 Reykjavík.


Samgönguráðuneytið
Flugmálastjórn Íslands
Siglingastofnun Íslands
Vegagerðin