Fréttir
  • Geldingarnes séð frá Gufunesi

2. áfangi Sundabrautar - Tillaga að matsáætlun auglýst til kynningar

7.7.2006

Áætlaðar eru framkvæmdir við 2. áfanga Sundabrautar í Reykjavík frá Gufunesi upp á Kjalarnes. Vinna við undirbúning mats á umhverfisáhrifum framkvæmdanna er hafin hjá Verkfræðistofunni Línuhönnun og eru drög að tillögu að matsáætlun nú til kynningar um tveggja vikna skeið, frá 7. júlí til 19. júlí.

Hægt er að nálgast eintak af drögum að tillögu að matsáætlun hér:

Tillaga að matsáætlun

Viðauki 1: Kort af valkostum og afmörkun athugunarsvæðis

Hægt er að koma ábendingum og athugasemdum við drögin til verkfræðistofunnar Línuhönnunar á netfangið olafura@lh.is fyrir 19. júlí 2006. Einnig er hægt að senda athugasemdir til Ólafs Árnasonar hjá Línuhönnun verkfræðistofu, Suðurlandsbraut 4A, 108 Reykjavík.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á norðurhluta höfðuborgarsvæðisins, bæta tengingu Vestur- og Norðurlands við höfðuborgarsvæðið, auka öryggi í samgöngum, létta á umferðarþunga á öðrum vegum, auka hagræði í samgöngum og atvinnustarfsemi og opna fyrir þróun byggðar á höfuðborgarsvæðinu til norðurs og norðausturs.

Í drögum að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd, framkvæmdarsvæði og áhrifasvæði lýst. Umfangi umhverfismatsins er lýst og fjallað um hvaða umhverfisþættir verða skoðaðir og hverjir ekki teknir fyrir.