Fréttir
  • Vidurkenning Rauðakrossins

Rauði krossinn veitir viðurkenningar fyrir starf að umferðaröryggismálum

25.5.2006

Á aðalfundi Rauða kross Íslands þann 20. maí tók Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, við viðurkenningum fyrir störf Rannsóknarráðs umferðaröryggismála, RANNUM. Annars vegar var veitt viðurkenning til RANNUM fyrir mikilsvert framlag til umferðaröryggismála, og tók Hreinn við viðurkenningunni sem formaður stjórnar,og hins vegar voru Hreini og Óla H. Þórðarsyni formanni Umferðarráðs veittar viðurkenningar fyrir þeirra þátt í umferðaröryggisstarfi.

Rannsóknarráð umferðaröryggismála var stofnað að frumkvæði Vegagerðarinnar, Rauða kross Íslands og Umferðarráðs í lok ársins 2000,og starfaði til ársloka 2005. Hlutverk ráðsins var að standa fyrir hvers konar rannsóknum sem nýta má til að koma í veg fyrir umferðarslys og draga úr afleiðingum slysa.

Á myndinni eru auk Hreins Haraldssonar og Óla H. Þórðarsonar þeir Sigurður Arnar Sigurðsson sem var fulltrúi Rauða krossins í stjórn RANNUM, Úlfar Hauksson formaður Rauða krossins og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri félagsins.