Fréttir
  • Þórir Ingason Vegagerðinni

Um 137 milljónum úthlutað til rannsóknaverkefna 2016

umsóknir voru 133 talsins

30.3.2016

Lokið er úthlutun úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2016. Umsóknir voru 133 talsins og sótt var um samtals 365 milljónir króna. Sjóðurinn hafði hins vegar 141 milljón til ráðstöfunar. 


Því var, eins og ávallt áður, aðeins hægt að styrkja hluta umsókna og í flestum tilvikum nær fjárveitingin ekki heildarupphæð umsóknar. 

Fjöldi styrktra verkefna er 86 og stuttar upplýsingar flest þeirra má finna hér á vefnum.