Fréttir
  • Fyrsta sprengin við stafn á Bakka
  • Fyrsta sprengin við stafn á Bakka
  • Fyrsta sprengin við stafn á Bakka
  • Fyrsta sprengin við stafn á Bakka

Fyrsta sprenging á Bakka

verktakinn LNS Saga sprengdi fyrstu sprengingu í syðri stafns

11.3.2016

Sprengt var í fyrsta sinn vegna jarðganga á Bakka í gegnum Húsavíkurhöfða fimmtudaginn 10. mars. Jarðgöngin verða 943 m löng og tæplega 11 m breið. Verkinu á að vera lokið í ágúst 2017. Verktaki er LNS Saga.

Fyrsta sprengingin gekk greiðlega fyrir sig og var dagsverkið þannig skráð þann 10. mars:

Kl. 7.40 var búið að fjarlægja uppfyllingu sem verið hafði við stafninn og búið að bora og hlaða um þriðjung af sprengifærunni í neðri hluta stafns.  


Kl. 9.30 var búið að hlaða í neðri hlutann og farið í að hengja upp sprengimottur.  

Sprenging var áætluð kl. 10 en dróst fram yfir kl. 11.  

Sprengt nærri 11.04 og við sprenginguna rifnaði 0,5-1 m út úr styrkingum til beggja hliða munnans.  Grafið frá stafni og borað fyrir efri sprengingunni.  

Því lokið um kl. 17.30  og þá farið að setja upp mottur og undirbúa sprengingu.  Sprengt fyrir kl. 19 og er ég kom á verkstað kl. 20.30 var frámokstri lokið og beðið eftir spraututæki í þvott og ásprautun.  Form munna er talsvert skörðótt.  

Þvottur á stafni kl. 22.30-22.50 og þá var byrjað að sprauta steypu á munnann.  Nú er munninn kominn með viðunandi form þótt yfirbrot séu neðantil í veggjum.  Við skrotun hefði verið auðvelt að losa meira niður en bergið er ekki með mikinn brotstyrk.  Ástæða virðist til að setja þunnt lag af steypu á stafninn til að tryggja öryggi meðan settir eru inn spælboltar og aðrir boltar í næsta salva. 

Myndirnar fjórar eru í réttri tímaröð.