Fréttir
  • Ragnheiður E. Árnadóttir og Gunnar H. Guðmundsson undirrita.

Samningur Vegagerðar og iðnaðarráðuneytis um Bakka

samningar undirritaðir á Húsavík

18.9.2015

Þann 17. september undirritaði iðnaðar- og viðskiptaráðherra og svæðisstjóri Vegagerðarinnar saming um gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Gunnar H. Guðmundsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar á norðursvæði undirrituðu samninginn á Húsavík.

Í samningnum segir: "Ráðherra felur Vegagerðinni að annast tæknilegan undirbúning ásamt útboði og stjórn framkvæmda við byggingu vegtengingar á milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðis á Bakka við Húsavík, þar með talið gerð jarðganga undir Húsavíkurhöfða, samkvæmt nánari ákvæðum í samningi þessum."


Í vikunni voru opnuð tilboð um þessa framkvæmd, sjá frétt hér

Um er að ræða 943 m löng jarðgöng 10,8 m breið, styrkingu ganganna og rafbúnað þeirra auk 49 m vegskála. Vegagerðin er um 2,1 km af vegi ásamt brimvörn, utan ganganna. Verkinu skal lokið 20. ágúst 2017.