Fréttir
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin eftir vikudögum

Hóflegri aukning umferðar á höfuðborgarsvæðinu en met samt

mesta umferð í október

2.11.2016

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki áður verið meiri í október en í nýliðnum október mánuði. Umferðin jókst um 4,3 prósent frá því í október í fyrra og er töluvert minni aukning en úti á Hringveginum. Nú lítur út fyrir að umferðin í ár geti orðið um 6,5 prósentum meiri en í fyrra og yrði það mesta ársaukning síðan árið 2007. 

Milli mánaða 2015 og 2016
Umferðin jókst um 4,3% milli október mánaða 2015 og 2016 um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu.  Þetta er mun hóflegri aukning en úti á hringvegi þar sem aukningin nam tæpum 11%, sbr. frétt þar um.

Umferðin í nýliðnum mánuði er sú mesta sem mælst hefur á höfuðborgarsvæðinu í októbermánuði.

Frá árinu 2005 hefur umferðin aukist hlutfallslega mest í ágúst mánuði.

Frá áramótum milli áranna 2015 og 2016
Frá áramótum hefur umferðin nú aukist um 6,5% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þetta er mesta aukning á höfuðborgarsvæðinu miðað við árstíma frá árinu 2007.  Þess ber að geta að umferðin nú í ár er nú orðin 14% meiri en hún var á sama tíma árið 2007.

Umferð eftir vikudögum
Umferðin í október jókst alla vikudaga en mest varð aukningin á mánudögum eða aukning um tæp 9% en hún stóð nánast í stað á miðvikudögum þar sem aukningin var einungis 0,1%.  Í október var mest ekið á föstudögum en minnst á sunnudögum. Ef helgar eru frátaldar var minnst ekið á miðvikudögum. 

Horfur út árið 2016
Nú þarf eitthvað mikið að gerast til þess að umferðin aukist minna 5% en líklega eykst hún um 6,5%. Gangi þetta eftir yrði slík aukning sú mesta síðan árið 2007.

Talnaefni