Fréttir
  • Umferðin eftir mánuðum
  • Umferðin með spá út árið
  • Umferðin uppsafnað
  • Umferðin eftir vikudögum

Aukning í umferðinni en minni en í fyrra

Umferðin á Hringvegi eykst um 7,4 prósent í apríl

2.5.2018

Umferðin um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum jókst um 7,4 prósent í nýliðnum aprílmánuði. Þótt þetta sé töluvert mikil aukning er hún minni en undanfarin ár. Frá áramótum hefur umferðin aukist um 6,3 prósent. 

Milli mánaða 2017 og 2018
Umferðin hefur aldrei mælst meiri í nýafstöðnum apríl frá upphafi, yfir 16 lykilteljara á Hringvegi, en hún jókst um 7,4% miðað við  sama mánuð á síðasta ári.  Þó að um talsverða aukningu sé að ræða er þetta mun minni aukning en undanfarin tvö ár.

Mest jókst umferðin um Suðurland, eða um 11.1% en minnst jókst umferðin um Austurland eða um 0,9%.

Samanburdartafla-2018-april







Frá áramótum 2017 og 2018

Nú hefur umferðin aukist um 6,3%, frá áramótum yfir umrædd mælisnið.  Þetta er minni aukning en undanfarin tvö ár miðað við árstíma, en engu að síður talsverð.

Umferðin hefur aukist mest um Suðurland eða um 12% en minnst um Vesturland eða um 5,6%. 

Umferð eftir vikudögum milli 2017 og 2018
Umferðin hefur aukist alla vikudaga, fyrir utan sunnudaga, miðað við það sem af er ári borið saman við sama tímabil á síðasta ári.

Mest hefur umferðin aukist á mánudögum eða um 10,2% en minnst á sunnudögum en þar mælist 0,8% samdráttur.

Eins og áður er mest ekið á föstudögum og minnst á sunnudögum.

Horfur út árið 2018
Umferðarhorfur eru lítillega hærri en í síðasta mánuði og nú er gert ráð fyrir 4,5 – 5,5% aukningu yfir umrædd mælisnið á Hringvegi.

Talnaefni