Fréttir
  • Bökugarður, Húsavík
  • Bökugarður, Húsavík
  • Bökugarður, Húsavík

Áhugaverðir fyrirlestrar um bermugarða

hjá Vegagerðinni fimmtudaginn 27. apríl

24.4.2017

Fimmtudaginn 27. apríl verða haldnir fyrirlestrar um bermugarða eða um hönnun brimvarnargarða og ágjöf sjávar yfir þá. Fyrirlestrarnir verða haldnir hjá Vegagerðinni í Borgartúni 7. Allir velkomnir. Fyrirlesarar verða þeir Sigurður Sigurðarson, Jentsje van der Meer og William Allsop.

Vegagerðin, í samvinnu við Háskóla Íslands og Verkfræðingafélag Íslands, stendur fyrir fyrirlestrum þar sem kynntar verða hönnunarleiðbeiningar fyrir bermugarða. 

Fyrirlestrarnir eru haldnir í tilefni af útkomu nýrrar bókar um brimvarnargarða, Design and Construction of Berm Breakwaters, eftir Jentsje van der Meer og Sigurð Sigurðarson.

Jafnframt verður kynnt nýútkomið leiðbeiningarit um ágjöf sjávar yfir sjó- og brimvarnir, EurOtop Manual on wave overtopping of sea defences and related structures. Að þessu leiðbeiningarriti stendur hópur evrópskra sérfræðinga með þá Jentsje van der Meer og William Allsop í fararbroddi. 

Fyrirlestrar verða haldnir um þetta efni í Mótorskála Vegagerðarinnar Borgartúni 7, Reykjavík fimmtudaginn 27. apríl milli kl. 2 og 4.

Tveir fyrirlestrarnir fara fram á ensku en einn á íslensku:

·         Sigurður Sigurðarson: Þróun íslenska bermugarðsins

·         Jentsje van der Meer:  Design and Construction of Berm Breakwaters

·         William Allsop: Introduction to the second edition of the EurOtop overtopping manual

Fyrirlesarar eru:

  • Jentsje van der Meer er sjálfstætt starfandi ráðgjafi hjá Van der Meer Consulting auk þess sem hann er prófessor hjá háskóla Sameinuðu þjóðanna í málefnum vatns og sjávar, UNESCO-IHE, í Delft í Hollandi. 
  • William Allsop er framkvæmdastjóri sjávarmannvirkja hjá bresku rannsóknarstöðinni HR Wallingford, auk þess sem hann er heiðursprófessor við University College London og gistiprófessor við University of Southampton.
  • Sigurður Sigurðarson er strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni auk þess sem hann er sjálfstætt starfandi ráðgjafi í erlendum verkefnum. 

Aðgangur að fyrirlestrunum verður ókeypis en þátttakendur eru beðnir um að skrá sig í netfangið g.petur.matthiasson@vegagerdin.is

Bókin Design and Construction of Berm Breakwaters er seld á netinu hjá útgefanda eða Amason, sjá hlekki:

http://www.worldscientific.com/worldscibooks/10.1142/9936

https://www.amazon.com/Construction-Breakwaters-Advanced-Engineering-Hardcover/dp/9814749605

Leiðbeiningaritinu er dreift á netinu án endurgjalds, t.d. hjá:

http://www.overtopping-manual.com/docs/EurOtop%20II%202016%20Pre-release%20October%202016.pdf