1909

Austri, 29. maí 1909, 19. árg., 18. tbl., forsíða:

Talþráður og póstleiðir.
Af því að nú er ráðgjört að færa talþráðarlínuna í sumar hér yfir heiðarnar, leyfi ég mér að láta í ljós álit mitt um þá fyrirhuguðu breytingu, þar eð mér finnst margt mæla með að talþráðurinn sé lagður sem næst aðalpóstleiðinni, hér yfir fjallgarðana og heiðina í Skjöldólfsstað.
Það er nú búið að veita fé til að varða póstveginn frá Grímsstöðum á Fjöllum í Skjöldólfsstaði á Jökuldal. Og ef vörðurnar eiga að vera nægilega þéttar svo að menn geti verið vissir að hafa sig rétta leið með þeim í stórhríðum, þurfa vörðurnar að vera, að minnsta kosti 70 á hverjum 5 kílóm.; og væri áætlað að hver varða kostaði 3 kr. Frá Grímsstöðum í Skjöldólfsstaði sparaðist allur kostnaður við vörðuhleðsluna, sem yrði hér um bil 3.150 krónur. Þessa upphæð finnst mér ætti að leggja fram til talþráðarlagningarinnar. Þessi áðurnefnda upphæð mun varla vera of hátt áætluð, því víða þarf að færa til grjót í vörður og sumstaðar langa leið.
Þessi peningasparnaður, við að þurfa ekki að varða veginn, er álitlegur styrkur við þráðarlagninguna hér yfir heiðina með póstveginum.
Það er annað sem mælir á móti því að talþráðurinn sé lagður gegnum Sótaskarð og Langadal austur yfir útheiðina; það grúfir oft þoka yfir Þjóðfelli og útheiðinni, með ísing og úrkomu, og snjódýpi er þar vanalega miklu meira á vetrum, en hálfófærir mýrarflóar á sumrum, og er því illt umferðar á öllum árstímum fyrir þá, sem þurfa að fara með þræðinum til aðgjörðar þegar hann bilar.
Ég hefi séð á melstöng úti á Langadal ákaflega mikla ísingu, en þá hefir varla sést ísing hér fremra í fjallgörðunum.
Ég hefi haft hér vírgirðinu í mörg ár, og aldrei séð nema lítinn vott þess, að frosið hafi á vírnum, þegar þoka hefir verið.
Það mælir einnig með að þráðinn sé lagður hér um sem næst alfaravegi, að hér er ætíð betra að fara á vetrum, og vegurinn þurrari á sumrum, og engir flóar. Það er orðin reynd á því, að nærri ævinlega er hægt að flytja póstinn hér á hesti yfir heiðina á vetrum, en mjög oft ókleyft að fara með hest yfir útheiðina, ef fréttaþráður og vegur væri lagður þar.
Það ætti að vera algild regla hér, eins og í útlöndum, að hafa talþráðinn með aðalpóstleið, það getur líka oft komið sér vel fyrir þá, sem um veginn fara, yfir heiðar og fjöll; dæmið sem er næst að minnast á, er hvernig Kjartani frá Grímsstöðum var bjargað úr gjánni, fyrir það að hægt var að tala til Reykjahlíðar; og líkt tilfelli getur komið fyrir póstana í hríðum á vetrardag.
Það er álit margra, að best sé að leggja aðal-póstleiðina, og símann, með sjávarströndinni í Þingeyjarsýslu og nyrðri hluta Norður-Múlasýslu. Það verður til þess að aðalpósturinn verður 2-3 dögum seinni til Seyðisfjarðar, og getur oft komið fyrir, að hann verði mikið seinni í ferðum á veturna fyrir fanndýpi, og þá alls ekki hægt að flytja póst á hestum sem er okkar eina og ódýrasta flutningsfæri, því burðarmenn eru dýrir, og tæplega hugsanlegt að póstur geti gripið upp menn þar sem hann veður að yfirgefa hesta sína.
Allir sem íhuga þetta rétt, munu sjá, að Austlendingar yndu því illa að fá bréf og blöð mörgum dögum seinna fyrir þessa breytingu.
Möðrudal, 5. apríl 1909
St. Einarsson.


Austri, 29. maí 1909, 19. árg., 18. tbl., forsíða:

Talþráður og póstleiðir.
Af því að nú er ráðgjört að færa talþráðarlínuna í sumar hér yfir heiðarnar, leyfi ég mér að láta í ljós álit mitt um þá fyrirhuguðu breytingu, þar eð mér finnst margt mæla með að talþráðurinn sé lagður sem næst aðalpóstleiðinni, hér yfir fjallgarðana og heiðina í Skjöldólfsstað.
Það er nú búið að veita fé til að varða póstveginn frá Grímsstöðum á Fjöllum í Skjöldólfsstaði á Jökuldal. Og ef vörðurnar eiga að vera nægilega þéttar svo að menn geti verið vissir að hafa sig rétta leið með þeim í stórhríðum, þurfa vörðurnar að vera, að minnsta kosti 70 á hverjum 5 kílóm.; og væri áætlað að hver varða kostaði 3 kr. Frá Grímsstöðum í Skjöldólfsstaði sparaðist allur kostnaður við vörðuhleðsluna, sem yrði hér um bil 3.150 krónur. Þessa upphæð finnst mér ætti að leggja fram til talþráðarlagningarinnar. Þessi áðurnefnda upphæð mun varla vera of hátt áætluð, því víða þarf að færa til grjót í vörður og sumstaðar langa leið.
Þessi peningasparnaður, við að þurfa ekki að varða veginn, er álitlegur styrkur við þráðarlagninguna hér yfir heiðina með póstveginum.
Það er annað sem mælir á móti því að talþráðurinn sé lagður gegnum Sótaskarð og Langadal austur yfir útheiðina; það grúfir oft þoka yfir Þjóðfelli og útheiðinni, með ísing og úrkomu, og snjódýpi er þar vanalega miklu meira á vetrum, en hálfófærir mýrarflóar á sumrum, og er því illt umferðar á öllum árstímum fyrir þá, sem þurfa að fara með þræðinum til aðgjörðar þegar hann bilar.
Ég hefi séð á melstöng úti á Langadal ákaflega mikla ísingu, en þá hefir varla sést ísing hér fremra í fjallgörðunum.
Ég hefi haft hér vírgirðinu í mörg ár, og aldrei séð nema lítinn vott þess, að frosið hafi á vírnum, þegar þoka hefir verið.
Það mælir einnig með að þráðinn sé lagður hér um sem næst alfaravegi, að hér er ætíð betra að fara á vetrum, og vegurinn þurrari á sumrum, og engir flóar. Það er orðin reynd á því, að nærri ævinlega er hægt að flytja póstinn hér á hesti yfir heiðina á vetrum, en mjög oft ókleyft að fara með hest yfir útheiðina, ef fréttaþráður og vegur væri lagður þar.
Það ætti að vera algild regla hér, eins og í útlöndum, að hafa talþráðinn með aðalpóstleið, það getur líka oft komið sér vel fyrir þá, sem um veginn fara, yfir heiðar og fjöll; dæmið sem er næst að minnast á, er hvernig Kjartani frá Grímsstöðum var bjargað úr gjánni, fyrir það að hægt var að tala til Reykjahlíðar; og líkt tilfelli getur komið fyrir póstana í hríðum á vetrardag.
Það er álit margra, að best sé að leggja aðal-póstleiðina, og símann, með sjávarströndinni í Þingeyjarsýslu og nyrðri hluta Norður-Múlasýslu. Það verður til þess að aðalpósturinn verður 2-3 dögum seinni til Seyðisfjarðar, og getur oft komið fyrir, að hann verði mikið seinni í ferðum á veturna fyrir fanndýpi, og þá alls ekki hægt að flytja póst á hestum sem er okkar eina og ódýrasta flutningsfæri, því burðarmenn eru dýrir, og tæplega hugsanlegt að póstur geti gripið upp menn þar sem hann veður að yfirgefa hesta sína.
Allir sem íhuga þetta rétt, munu sjá, að Austlendingar yndu því illa að fá bréf og blöð mörgum dögum seinna fyrir þessa breytingu.
Möðrudal, 5. apríl 1909
St. Einarsson.