1908

Þjóðólfur, 3.apríl 1908, 60. árg., 15. tbl., bls. 56:

Vandræðamál í Húnaþingi.
Þegar ég las kveinstafi Rangæinga í blöðunum um misrétti það, sem þeir þykjast hafa orðið og verða fyrir, af hálfu þings og stjórnar, kom mér til hugar, að leggja orð í belg, og sýna það bæði Rangæingum og öðrum, að fleiri eiga um sárt að binda, en þeir, og dettur hvorki mér né öðrum í hug, að vanþakka forsjóninni, stjórninni eða þinginu, það sem þau hafa vel gert til Húnvetninga, eða okkar Norðlinga yfir höfuð, enda hefur það nú verið töluvert margt, sumt þarft, en sumt miður heillavænlegt, þótt gert hafi verið af góðum hug. - Og því er svo varið um sumt, sem hér vill verða brestur á, að það stafar af fyrirhuguðum framförum og framkvæmdum. Einkum á þetta við brúamál; það var farið vel af stað, þegar byrjað var á því, að brúa verstu vatnsföll, og hefði vel mátt verða gott framhald á þeim framkvæmdum, en þá komu lögin um akbrautirnar, og síðan hefur heldur en ekki dofnað yfir brúagerðum. Brýrnar eru látnar bíða eftir akbrautunum. Þannig hafa þessi akbrautalög hér í sýslu og víðar, orðið versti þröskuldur í vegi hinum þörfustu framkvæmdum, sem unnt er að gera til samganga á landi, c: brúagerðum á vötnum og elfum. Þannig renna yfir þvera þjóðbrautina hér í Húnaþingi 6 ár, sem allar geta orðið og verða árlega ófærar vor og haust, og oft að vetrinum líka. Eina þeirra, Miðfjarðará, hefur Sigurjón póstur sagt mér að hann teldi verstu torfæru á sinni póstleið, frá Akureyri til Staðar. Má nærri geta, hvort ekki er þörf á því, að koma beisli við slíkar ótemjur. Hinar árnar eru: Víðidalsá, Gljúfurá, Vatnsdalsá (Skriðuvað), Giljá og Laxá. Sú á er örskammt frá Blönduósi, og argasta vatnsfall haust og vetur, þótt hún sé ekki vatnsmikil. Eins er Gljúfurá. Á báðum þessum ám eru ágæt brúarstæði rétt við þjóðveginn, og myndu brýr á þær kosta smámuni eina. Sama er um Giljá, Víðidalsá og Vatnsdalsá, sem eru mikil vötn og oft ófærar af vatnavöxtum, en þó vanalega ferjutækar, sem hinar eru ekki.

Er hin mesta nauðsyn á, að fá allar þessar ár brúaðar, og skammarlegt, að það skuli ekki vera búið fyrir nokkur. Álít ég að Húnvetningar geti vel gert sig ánægða með að bíða alllengi eftir akbrautinni, ef þeir fengju árnar brúaðar. Myndi þá verða einhver vegur til flutninga, ef þær væru aldrei farartálmi. Enda vill svo vel til, að hér um sýsluna, - á því svæði einkum, sem akbrautin á að liggja um - er til að vetrinum önnur braut ódýrari og betri; ísinn á vötnunum í Þingi, Vatnsdal, Víðidal og víðar. Þó verður ekki ekið sleðum frá búðardyrunum á Blönduósi og fram á hvern bæ í þessum sveitum, eins og í Eyjafirði og Skagafirði. Þar má aka af kaupstaðartorgunum eftir logandi svellgjá um allan þann hluta héraðsins, sem akbrautirnar liggja um. Virðist það heldur kátleg "komedía", að byggja samhliða slíkum brautum, sem fást fyrir ekkert, akvegi, sem kosta tugi og hundruð þúsunda, til þess aðallega, að vera reiðvegir og klyfjagötur eftir sem áður.
Er þess þó enn ógetið, að ár þessar og allar ár raunar, eru ávallt til þess búnar, að drepa menn, og valda þannig meiru og verra tjóni, en reiknað verður til fjár.
Þetta er nú það, sem ég vildi sérstaklega tala um að þessu sinni, af þeim vandræðum, sem Húnvetningar eiga við að búa um samgöngur innanhéraðs. Og auk þess er þetta málefni almennings, því allar eru ár þessar á þjóðveginum milli Suður-, Norður-, Austur-, og Vesturlands.

Ég mun síðar taka til máls um þær hörmungar, sem allir þeir, er heima eiga kringum Húnaflóa, eiga að sæta um skipaferðir og siglingar. Hafa auðvitað aðrir gert það áður, en þar verður ávallt nægilegt efni til umræðu og athafna, til þess er full bót er ráðin.
En áður en ég enda þessar línur, vil ég minnast á farartálma einn illan, sem er á vegi þeirra, er fara milli Norður- og Suðurlands, og sem snertir ekki fremur Húnvetninga, en aðra vegfarendur. Sá andskoti er Miklagil á Holtavörðuheiði; það er vatnsfall, sem rennur frá útsuðri, vestan úr Tröllakirkju og til landnorðurs í Hrútafjarðará nyrst á heiðinni. Er það hið argasta vatnsfall og oft ófært, bæði af vexti og uppbólgu á vetrum. Er það heldur óþægileg kví að vera í, þegar maður er búinn að keyfa ófærð marga klukkutíma sunnan frá Fornahvammi, og koma þá að Miklagili ófæru og Hrútafjarðará ófærri líka. Við slíku lá í fyrra, þegar sunnanpósturinn fór niður snemma í janúar. Ég var þá með honum, og við vorum fulla 10 klukkutíma frá Fornahvammi að Miklagili, og langan tíma að leita hófanna við að komast yfir það. Mátti það heita ófært, var uppbólgið ofan á ís, og fóru allir hestar í taglhvarf, en frost var töluvert. Hygg ég að þá hefði illa farið, ef brostið hefði á norðanstórhríð og frostgrimmd, sem oft vill tíðkast í Norðurlandi, og þó ekki hefði verið meira en það, að við hefðum mátt dúsa við gilið eða snúa aftur. Þetta vatnsfall þarf að brúa strax. Er mikil smán, að það skuli ekki var brúað fyrir löngu, en mesta svívirðing, ef það dregst lengur en til næsta þings. - Brúarstæði eru nóg á því
Ritað 26. febr. 1908.
Árni Árnason.


Þjóðólfur, 3.apríl 1908, 60. árg., 15. tbl., bls. 56:

Vandræðamál í Húnaþingi.
Þegar ég las kveinstafi Rangæinga í blöðunum um misrétti það, sem þeir þykjast hafa orðið og verða fyrir, af hálfu þings og stjórnar, kom mér til hugar, að leggja orð í belg, og sýna það bæði Rangæingum og öðrum, að fleiri eiga um sárt að binda, en þeir, og dettur hvorki mér né öðrum í hug, að vanþakka forsjóninni, stjórninni eða þinginu, það sem þau hafa vel gert til Húnvetninga, eða okkar Norðlinga yfir höfuð, enda hefur það nú verið töluvert margt, sumt þarft, en sumt miður heillavænlegt, þótt gert hafi verið af góðum hug. - Og því er svo varið um sumt, sem hér vill verða brestur á, að það stafar af fyrirhuguðum framförum og framkvæmdum. Einkum á þetta við brúamál; það var farið vel af stað, þegar byrjað var á því, að brúa verstu vatnsföll, og hefði vel mátt verða gott framhald á þeim framkvæmdum, en þá komu lögin um akbrautirnar, og síðan hefur heldur en ekki dofnað yfir brúagerðum. Brýrnar eru látnar bíða eftir akbrautunum. Þannig hafa þessi akbrautalög hér í sýslu og víðar, orðið versti þröskuldur í vegi hinum þörfustu framkvæmdum, sem unnt er að gera til samganga á landi, c: brúagerðum á vötnum og elfum. Þannig renna yfir þvera þjóðbrautina hér í Húnaþingi 6 ár, sem allar geta orðið og verða árlega ófærar vor og haust, og oft að vetrinum líka. Eina þeirra, Miðfjarðará, hefur Sigurjón póstur sagt mér að hann teldi verstu torfæru á sinni póstleið, frá Akureyri til Staðar. Má nærri geta, hvort ekki er þörf á því, að koma beisli við slíkar ótemjur. Hinar árnar eru: Víðidalsá, Gljúfurá, Vatnsdalsá (Skriðuvað), Giljá og Laxá. Sú á er örskammt frá Blönduósi, og argasta vatnsfall haust og vetur, þótt hún sé ekki vatnsmikil. Eins er Gljúfurá. Á báðum þessum ám eru ágæt brúarstæði rétt við þjóðveginn, og myndu brýr á þær kosta smámuni eina. Sama er um Giljá, Víðidalsá og Vatnsdalsá, sem eru mikil vötn og oft ófærar af vatnavöxtum, en þó vanalega ferjutækar, sem hinar eru ekki.

Er hin mesta nauðsyn á, að fá allar þessar ár brúaðar, og skammarlegt, að það skuli ekki vera búið fyrir nokkur. Álít ég að Húnvetningar geti vel gert sig ánægða með að bíða alllengi eftir akbrautinni, ef þeir fengju árnar brúaðar. Myndi þá verða einhver vegur til flutninga, ef þær væru aldrei farartálmi. Enda vill svo vel til, að hér um sýsluna, - á því svæði einkum, sem akbrautin á að liggja um - er til að vetrinum önnur braut ódýrari og betri; ísinn á vötnunum í Þingi, Vatnsdal, Víðidal og víðar. Þó verður ekki ekið sleðum frá búðardyrunum á Blönduósi og fram á hvern bæ í þessum sveitum, eins og í Eyjafirði og Skagafirði. Þar má aka af kaupstaðartorgunum eftir logandi svellgjá um allan þann hluta héraðsins, sem akbrautirnar liggja um. Virðist það heldur kátleg "komedía", að byggja samhliða slíkum brautum, sem fást fyrir ekkert, akvegi, sem kosta tugi og hundruð þúsunda, til þess aðallega, að vera reiðvegir og klyfjagötur eftir sem áður.
Er þess þó enn ógetið, að ár þessar og allar ár raunar, eru ávallt til þess búnar, að drepa menn, og valda þannig meiru og verra tjóni, en reiknað verður til fjár.
Þetta er nú það, sem ég vildi sérstaklega tala um að þessu sinni, af þeim vandræðum, sem Húnvetningar eiga við að búa um samgöngur innanhéraðs. Og auk þess er þetta málefni almennings, því allar eru ár þessar á þjóðveginum milli Suður-, Norður-, Austur-, og Vesturlands.

Ég mun síðar taka til máls um þær hörmungar, sem allir þeir, er heima eiga kringum Húnaflóa, eiga að sæta um skipaferðir og siglingar. Hafa auðvitað aðrir gert það áður, en þar verður ávallt nægilegt efni til umræðu og athafna, til þess er full bót er ráðin.
En áður en ég enda þessar línur, vil ég minnast á farartálma einn illan, sem er á vegi þeirra, er fara milli Norður- og Suðurlands, og sem snertir ekki fremur Húnvetninga, en aðra vegfarendur. Sá andskoti er Miklagil á Holtavörðuheiði; það er vatnsfall, sem rennur frá útsuðri, vestan úr Tröllakirkju og til landnorðurs í Hrútafjarðará nyrst á heiðinni. Er það hið argasta vatnsfall og oft ófært, bæði af vexti og uppbólgu á vetrum. Er það heldur óþægileg kví að vera í, þegar maður er búinn að keyfa ófærð marga klukkutíma sunnan frá Fornahvammi, og koma þá að Miklagili ófæru og Hrútafjarðará ófærri líka. Við slíku lá í fyrra, þegar sunnanpósturinn fór niður snemma í janúar. Ég var þá með honum, og við vorum fulla 10 klukkutíma frá Fornahvammi að Miklagili, og langan tíma að leita hófanna við að komast yfir það. Mátti það heita ófært, var uppbólgið ofan á ís, og fóru allir hestar í taglhvarf, en frost var töluvert. Hygg ég að þá hefði illa farið, ef brostið hefði á norðanstórhríð og frostgrimmd, sem oft vill tíðkast í Norðurlandi, og þó ekki hefði verið meira en það, að við hefðum mátt dúsa við gilið eða snúa aftur. Þetta vatnsfall þarf að brúa strax. Er mikil smán, að það skuli ekki var brúað fyrir löngu, en mesta svívirðing, ef það dregst lengur en til næsta þings. - Brúarstæði eru nóg á því
Ritað 26. febr. 1908.
Árni Árnason.