1907

Austri, 19. janúar 1907, 17. árg., 2. tbl., forsíða:

Brúin á Jökulsá.
Fyrir nokkrum árum gaus upp sá orðasveimur, - og það ekki að ástæðulausu - að brúin yfir Jökulsá hjá Fossvöllum væri orðin mjög fúin og farlama fyrir aldurs sakir og vanhirðingar, og því all varhugaverð yfirferðar, og jafnvel hættuleg. Orðasveimur þessi datt brátt niður, enda var honum alls enginn gaumur gefinn, sem furðu gengdi. Nú er langt um liðið síðan nefnt umtal átti sér stað, og tönn tímans og vanhirðingarinnar hefir alls ekki látið brúna afskiptalausa, eins og að líkindum ræður; en það virðist samt, í fljótu bragði, eins og menn hafi ekki búist við slíkri afskiptasemi, þar eð menn sinntu ekki þessu máli í fyrstu; og þó að brúin standi enn þann dag í dag, er það ekki okkur að þakka. Eru menn að bíða eftir að hún verði "Jöklu" að bráð, að hún falli niður í gilið einhvern góðan veðurdag? Já, hver veit nema oss auðnist að lifa þann dag; mikill sæmdardagur væri það fyrir sýsluna! En, hver af yður mundi vilja vera staddur á brúnni við slíkt tækifæri? Það eitt veit ég, að fáa mundi fýsa að vera áhorfendur.
Það er ekki af því að ég vilji ávinna mér vanþóknun sýslufélaga minna með of mikilli hlutsemi, að ég vek máls á þessu efni sem legið hefir um langan tíma í dái, heldur af því að ég álít það svo mikilsvert og vissulega þess vert að því sé alvarlega gaumur gefinn þegar í stað, og þótt fyr hefði verið. Það þarf ekki afar glöggsýnan mann til að sjá, að hér er um alvarlegt mál að ræða, sem þolir enga bið að óþörfu. En séu menn ekki á eitt sáttir um það, því þá ekki láta verkfræðing skoða brúna og skera úr því máli, svo menn gangi algjörlega úr skugga í því efni og geti hagað sér samkvæmt þeim úrskurði sem hann gefur.
Vonandi er að hinir heiðruðu sýslunefndarmenn, einkum þeir sem heima eiga í nærsveitunum við brúna, hafi þetta mál einhversstaðar í heilabúi sínu eða nærri þeim (stór-) stað, þegar þeir mæta á næsta sýslufundi, það er vart svo stórfeldur kostnaður að byggja nýja brú á Jökulsá, að engum ætti að rísa hugur við, ef til þess kæmi.

J. J.


Austri, 19. janúar 1907, 17. árg., 2. tbl., forsíða:

Brúin á Jökulsá.
Fyrir nokkrum árum gaus upp sá orðasveimur, - og það ekki að ástæðulausu - að brúin yfir Jökulsá hjá Fossvöllum væri orðin mjög fúin og farlama fyrir aldurs sakir og vanhirðingar, og því all varhugaverð yfirferðar, og jafnvel hættuleg. Orðasveimur þessi datt brátt niður, enda var honum alls enginn gaumur gefinn, sem furðu gengdi. Nú er langt um liðið síðan nefnt umtal átti sér stað, og tönn tímans og vanhirðingarinnar hefir alls ekki látið brúna afskiptalausa, eins og að líkindum ræður; en það virðist samt, í fljótu bragði, eins og menn hafi ekki búist við slíkri afskiptasemi, þar eð menn sinntu ekki þessu máli í fyrstu; og þó að brúin standi enn þann dag í dag, er það ekki okkur að þakka. Eru menn að bíða eftir að hún verði "Jöklu" að bráð, að hún falli niður í gilið einhvern góðan veðurdag? Já, hver veit nema oss auðnist að lifa þann dag; mikill sæmdardagur væri það fyrir sýsluna! En, hver af yður mundi vilja vera staddur á brúnni við slíkt tækifæri? Það eitt veit ég, að fáa mundi fýsa að vera áhorfendur.
Það er ekki af því að ég vilji ávinna mér vanþóknun sýslufélaga minna með of mikilli hlutsemi, að ég vek máls á þessu efni sem legið hefir um langan tíma í dái, heldur af því að ég álít það svo mikilsvert og vissulega þess vert að því sé alvarlega gaumur gefinn þegar í stað, og þótt fyr hefði verið. Það þarf ekki afar glöggsýnan mann til að sjá, að hér er um alvarlegt mál að ræða, sem þolir enga bið að óþörfu. En séu menn ekki á eitt sáttir um það, því þá ekki láta verkfræðing skoða brúna og skera úr því máli, svo menn gangi algjörlega úr skugga í því efni og geti hagað sér samkvæmt þeim úrskurði sem hann gefur.
Vonandi er að hinir heiðruðu sýslunefndarmenn, einkum þeir sem heima eiga í nærsveitunum við brúna, hafi þetta mál einhversstaðar í heilabúi sínu eða nærri þeim (stór-) stað, þegar þeir mæta á næsta sýslufundi, það er vart svo stórfeldur kostnaður að byggja nýja brú á Jökulsá, að engum ætti að rísa hugur við, ef til þess kæmi.

J. J.