1907

Þjóðólfur, 16. ágúst 1907, 59. árg., 36. tbl., forsíða:

Konungsförin
Frá Þingvöllum til Geysis.
Laugardagsmorguninn 3. ágúst reið konungur af Þingvelli í blíðvirði og sólskini, en nokkuð hafði flotinn gengið saman, því að allmargir (13-14) dönsku þingmannanna höfðu horfið aftur til Reykjavíkur, treystu sér ekki til að leggja út í landferðina, þá er vögnum varð ekki við komið, hafði og veðrið daginn áður dregið nokkuð kjark úr mönnum að hætta sér lengra út í þennan leiðangur. Allmargir alþingismenn (10-12) hurfu einnig aftur frá Þingvöllum. Nýi vegurinn, sem lagður var í vor austur yfir hraunið liggur norðanvert við Þingvallatún og austur hjá Vatnskoti, allskammt frá vatninu, og er miklu beinni en gamli vegurinn, er lá hjá Skógarkoti, eins og kunnugt er. En stórgalli er á þessum nýja vegi, hversu mjór hann er, og er það bagi mikill, þótt umferð um hann sé ekki geysimikil.
Frá Geysi að Þjórsárbrú.
Mánudagurinn 5. ágúst var ef til vill einhver allra fegursti dagurinn í förinni, og fjallasýn ágæt. Var haldið snemma af stað frá Geysi austur yfir Tungufljótsbrú, og þaðan þvert austur yfir Eystritunguna hjá Gýgjarhóli og Gýgjarhólskoti niður að nýju brúnni yfir Hvítá, milli Biskupstungna og Ytrihrepps. Heita þar Brúarhlöð hjá svonefndu Kálfholti (í Einholts landareign). Er það brúarstæði hið fegursta og áin þar svipmikil og hrikaleg í þröngum gljúfrum.
..... Skeiðavegurinn er nú kominn að Húsatóptaholti og þangað voru nú vagnarnir komnir að sunnan, þar á meðal konungsvagninn, en ekki vildi konungur aka spöl þann, er eftir var að Þjórsárbrú, en þá er hann settist ekki í vagn, þótti fylgdarliði hans minnkun að gera það, og var auðséð, að sumir lögðu hart á sig að fylgja konungi á hesti, og hefðu sárfegnir viljað aka. En þeir urðu að harka af sér og láta ekki á neinu bera. Það var og alllangur áfangi, er farinn var þann dag, 54 kílómetrar, jafnlöng leið og frá Þingvöllum til Geysis. Var riðið frá Húsatóptum suður Þjórsárbakka, en ekki eftir nýja veginum, og var það gert vegna ryksins, er farið var að verða óþægilegt.


Þjóðólfur, 16. ágúst 1907, 59. árg., 36. tbl., forsíða:

Konungsförin
Frá Þingvöllum til Geysis.
Laugardagsmorguninn 3. ágúst reið konungur af Þingvelli í blíðvirði og sólskini, en nokkuð hafði flotinn gengið saman, því að allmargir (13-14) dönsku þingmannanna höfðu horfið aftur til Reykjavíkur, treystu sér ekki til að leggja út í landferðina, þá er vögnum varð ekki við komið, hafði og veðrið daginn áður dregið nokkuð kjark úr mönnum að hætta sér lengra út í þennan leiðangur. Allmargir alþingismenn (10-12) hurfu einnig aftur frá Þingvöllum. Nýi vegurinn, sem lagður var í vor austur yfir hraunið liggur norðanvert við Þingvallatún og austur hjá Vatnskoti, allskammt frá vatninu, og er miklu beinni en gamli vegurinn, er lá hjá Skógarkoti, eins og kunnugt er. En stórgalli er á þessum nýja vegi, hversu mjór hann er, og er það bagi mikill, þótt umferð um hann sé ekki geysimikil.
Frá Geysi að Þjórsárbrú.
Mánudagurinn 5. ágúst var ef til vill einhver allra fegursti dagurinn í förinni, og fjallasýn ágæt. Var haldið snemma af stað frá Geysi austur yfir Tungufljótsbrú, og þaðan þvert austur yfir Eystritunguna hjá Gýgjarhóli og Gýgjarhólskoti niður að nýju brúnni yfir Hvítá, milli Biskupstungna og Ytrihrepps. Heita þar Brúarhlöð hjá svonefndu Kálfholti (í Einholts landareign). Er það brúarstæði hið fegursta og áin þar svipmikil og hrikaleg í þröngum gljúfrum.
..... Skeiðavegurinn er nú kominn að Húsatóptaholti og þangað voru nú vagnarnir komnir að sunnan, þar á meðal konungsvagninn, en ekki vildi konungur aka spöl þann, er eftir var að Þjórsárbrú, en þá er hann settist ekki í vagn, þótti fylgdarliði hans minnkun að gera það, og var auðséð, að sumir lögðu hart á sig að fylgja konungi á hesti, og hefðu sárfegnir viljað aka. En þeir urðu að harka af sér og láta ekki á neinu bera. Það var og alllangur áfangi, er farinn var þann dag, 54 kílómetrar, jafnlöng leið og frá Þingvöllum til Geysis. Var riðið frá Húsatóptum suður Þjórsárbakka, en ekki eftir nýja veginum, og var það gert vegna ryksins, er farið var að verða óþægilegt.