1906

Ísafold, 24. nóvember 1906, 33. árg., 78. tbl., forsíða:

Hafnargerðin.
vatnsveita, raflýsing, framræsla neðanjarðar og hafnargerð – það eru stórvirkin fimm, er hinn upprennandi höfuðstaður hefur með höndum eða í ráði.
¿
Strætagerð almenninleg er og ekki beint arðvænleg. En vér hljótum að kalla hana nauðsynlega nú orðið. Þetta ástand, sem nú er, á stórmikinn þátt í að gera bæinn óvistlegan, jafnvel framar flestu öðru. Til hvers er að vera að skreyta hús utan og innan, sem mjög mikið hefir verið að gert síðustu árin, - til hvers er að vera að gera framhlið þeirra veglega og viðhafnarmikla, og láta sér samtímis lynda ógeðslegar aurlænur milli húsanna? - Það kostar vitanlega mikið, að gera hér almennileg, siðuðu borglífi samboðin stræti. Það kostar marga tugi þúsunda og jafnvel hundruð þúsunda, ef gera skyldi slíka umbót á öllum götum og strætum í einu. En það er engin nauðsyn. Það má vel bjargast við fyrst um sinn, að gera aðalstrætin almennileg, þau er verða fyrir mestri umferð og slitfrekastri, einkum af hestum og akfærum; en láta hin mæta afgangi, ekki af hlutdrægni við þá bæjarbúa, sem þar eiga heima, heldur vegna þess, að þar haldast götur miklu fremur óskemmdar eða sæmilega færar með gamla laginu, móhellu ofan á grjótmulning.


Ísafold, 24. nóvember 1906, 33. árg., 78. tbl., forsíða:

Hafnargerðin.
vatnsveita, raflýsing, framræsla neðanjarðar og hafnargerð – það eru stórvirkin fimm, er hinn upprennandi höfuðstaður hefur með höndum eða í ráði.
¿
Strætagerð almenninleg er og ekki beint arðvænleg. En vér hljótum að kalla hana nauðsynlega nú orðið. Þetta ástand, sem nú er, á stórmikinn þátt í að gera bæinn óvistlegan, jafnvel framar flestu öðru. Til hvers er að vera að skreyta hús utan og innan, sem mjög mikið hefir verið að gert síðustu árin, - til hvers er að vera að gera framhlið þeirra veglega og viðhafnarmikla, og láta sér samtímis lynda ógeðslegar aurlænur milli húsanna? - Það kostar vitanlega mikið, að gera hér almennileg, siðuðu borglífi samboðin stræti. Það kostar marga tugi þúsunda og jafnvel hundruð þúsunda, ef gera skyldi slíka umbót á öllum götum og strætum í einu. En það er engin nauðsyn. Það má vel bjargast við fyrst um sinn, að gera aðalstrætin almennileg, þau er verða fyrir mestri umferð og slitfrekastri, einkum af hestum og akfærum; en láta hin mæta afgangi, ekki af hlutdrægni við þá bæjarbúa, sem þar eiga heima, heldur vegna þess, að þar haldast götur miklu fremur óskemmdar eða sæmilega færar með gamla laginu, móhellu ofan á grjótmulning.