1905

Ísafold, 3. janúar 1905, 17.árg., 1. tbl., bls. 3:

Dalavaldsmaður.
Hvað sagt er um hann réttlætt með dómi.
Þess hefir áður getið verið í Ísafold, að í stað þess að verða við áskorun amtráðsins í Vesturamtinu um opinbera rannsókn - og hana auðvitað almennilega af hendi leysta, en ekki neitt málamyndarkák - á hendur sýslumanninum í Dalasýslu út af framkomnum kærum um framkvæmdir hans í svo nefndu Laxárbrúarmáli, var hann látinn lögsækja Ísafold fyrir að rifja upp þessar kærur.
Það mál útkljáðist hér fyrir gestarétti rétt fyrir jólin (24. des), þannig, að af 5 sakargiftum alls, er stefnt var fyrir, telur dómarinn blaðið hafa réttlætt 3 að öllu leyti og hina 4. að mestu. Fyrir það sem þá er eftir, fær það sekt, þá lægstu hér um bil sem tíðkast, sem sé 20 kr.
Hin réttlættu atriði eru:
1. Valdsmaður sér um almenningsmannvirki eitt. Hann telur í kostnaðarreikningi sínum eitt efnið í það, að minnsta kosti, miklu dýrara en var. Hann fóðrar það eitthvað með sögusögn um þann eða þann aukakostnað. Það reyndist hugarburður einn eða tómur tilbúningur.
3. Hann telur í reikningi fyrir stofnun, er hann hafði reikningshald fyrir, töluvert fé til útgjalda (200 kr. ), er aldrei hafði greitt verið, og dró sér það þannig þá í bili að minnsta kosti. Það hafðist ekki út úr honum aftur fyr en eftir mörg missiri og þá við illan leik.
5. Hann eyðir ennfremur miklu fé, nær 1200 kr., til framannefnds mannvirkis heimildarlaust með öllu af þeirra hálfu, sem féð þurftu að veita til þess að löglegt væri.
Að nokkru eða mestu leyti er réttlætt 4. atriðið:
4. Hann lætur gera mannvirki (veg) á almenningskostnað að þeim fornspurðum, er fjárráðin hafði - dembir kostnaðinum á eftir yfir á almenning og segir rangt frá um hagnýting hans.
Loks er 2. sakargiftin talin ekki réttlætt:
2. Hann telur ennfremur áminnst efni töluvert meira en var, - meira en hann varði til mannvirkisins.
Maðurinn, sem helst hlaut að geta um það borið, hvað mikið sement í stöplana hafði farið, skýrir svo frá, sem hér segir. En hann er ekki nema einn, og hinn (sýslumaður) þrætir á móti. Fyrir því gat ekki öðruvísi farið en þetta í privat-máli, hvað sem sannleikanum líður. Það er opinber rannsókn og annað ekki, sem ætlast verður til að sannleikann leiði í ljós, þegar svona eða þessu líkt stendur á, hver sem hann er.
Það eitt er talið ekki réttlætt í 4. sakargiftinni, að sýslumaður hafi sagt rangt til um hagnýting fjár þess, sem þar ræðir um - hafði farið eitthvað milli mála um vegarkafla sunnan Laxár og norðan. En hitt segir dómarinn réttlætt, þessi ummæli: >Hann lætur gera mannvirki (veg) á almenningskostnað, að þeim fornspurðum, er fjárráðin hafði, (og) - dembir kostnaðinum á eftir yfir á almenning<.
Þetta er 5. eða jafnvel 6. dómurinn sem sama blaðið, að eins eitt af hinum mörgu blöðum landsins, fær fyrir því á rúmu hálfu missiri, að það hafi réttlætt þungar sakargiftir á hendur 2 valdsmönnum landsins, sýslumönnunum í Dalasýslu og Snæfellsness- og Hnappadalssýslu.

Öll eru þessi mál höfðuð til hreinsunar téðum valdsmönnum og til þess að jafna duglega á blaðinu fyrir að hafa embættisávirðingar þessara embættismanna (o. fl.) í hámælum. Búist var við, að það yrði því auðunnara, sem blaðið ætti óvenju örðugt aðstöðu, þyrfti að afla sér sönnunargagna í fjarska, með setudómara á þess kostnað o. s. frv.
En svona fór.
Blaðið ýmist alsýknað og þá dæmt hafa réttlætt öll aðalatriði í sakargiftum þess. Eða að eins sakfellt lítils háttar í sumum málunum, fyrir að hafa ekki vitað inn í huga manns, eða ekki tekist að sanna 1-1½ atriði af mörgum, svo örðugt sem allir vita að oft er að fullsanna margt það, sem bæði guð og menn vita að er þó aldrei nema satt, hvað sem þessu dæmi líður.
Mundi þurfa margra frekari vitna við um stjórnarástand í landi, þar sem svona athæfi þykir vel sama gæslumönnum réttvísinnar og mikils háttar fulltrúum valdstjórnarinnar?


Ísafold, 3. janúar 1905, 17.árg., 1. tbl., bls. 3:

Dalavaldsmaður.
Hvað sagt er um hann réttlætt með dómi.
Þess hefir áður getið verið í Ísafold, að í stað þess að verða við áskorun amtráðsins í Vesturamtinu um opinbera rannsókn - og hana auðvitað almennilega af hendi leysta, en ekki neitt málamyndarkák - á hendur sýslumanninum í Dalasýslu út af framkomnum kærum um framkvæmdir hans í svo nefndu Laxárbrúarmáli, var hann látinn lögsækja Ísafold fyrir að rifja upp þessar kærur.
Það mál útkljáðist hér fyrir gestarétti rétt fyrir jólin (24. des), þannig, að af 5 sakargiftum alls, er stefnt var fyrir, telur dómarinn blaðið hafa réttlætt 3 að öllu leyti og hina 4. að mestu. Fyrir það sem þá er eftir, fær það sekt, þá lægstu hér um bil sem tíðkast, sem sé 20 kr.
Hin réttlættu atriði eru:
1. Valdsmaður sér um almenningsmannvirki eitt. Hann telur í kostnaðarreikningi sínum eitt efnið í það, að minnsta kosti, miklu dýrara en var. Hann fóðrar það eitthvað með sögusögn um þann eða þann aukakostnað. Það reyndist hugarburður einn eða tómur tilbúningur.
3. Hann telur í reikningi fyrir stofnun, er hann hafði reikningshald fyrir, töluvert fé til útgjalda (200 kr. ), er aldrei hafði greitt verið, og dró sér það þannig þá í bili að minnsta kosti. Það hafðist ekki út úr honum aftur fyr en eftir mörg missiri og þá við illan leik.
5. Hann eyðir ennfremur miklu fé, nær 1200 kr., til framannefnds mannvirkis heimildarlaust með öllu af þeirra hálfu, sem féð þurftu að veita til þess að löglegt væri.
Að nokkru eða mestu leyti er réttlætt 4. atriðið:
4. Hann lætur gera mannvirki (veg) á almenningskostnað að þeim fornspurðum, er fjárráðin hafði - dembir kostnaðinum á eftir yfir á almenning og segir rangt frá um hagnýting hans.
Loks er 2. sakargiftin talin ekki réttlætt:
2. Hann telur ennfremur áminnst efni töluvert meira en var, - meira en hann varði til mannvirkisins.
Maðurinn, sem helst hlaut að geta um það borið, hvað mikið sement í stöplana hafði farið, skýrir svo frá, sem hér segir. En hann er ekki nema einn, og hinn (sýslumaður) þrætir á móti. Fyrir því gat ekki öðruvísi farið en þetta í privat-máli, hvað sem sannleikanum líður. Það er opinber rannsókn og annað ekki, sem ætlast verður til að sannleikann leiði í ljós, þegar svona eða þessu líkt stendur á, hver sem hann er.
Það eitt er talið ekki réttlætt í 4. sakargiftinni, að sýslumaður hafi sagt rangt til um hagnýting fjár þess, sem þar ræðir um - hafði farið eitthvað milli mála um vegarkafla sunnan Laxár og norðan. En hitt segir dómarinn réttlætt, þessi ummæli: >Hann lætur gera mannvirki (veg) á almenningskostnað, að þeim fornspurðum, er fjárráðin hafði, (og) - dembir kostnaðinum á eftir yfir á almenning<.
Þetta er 5. eða jafnvel 6. dómurinn sem sama blaðið, að eins eitt af hinum mörgu blöðum landsins, fær fyrir því á rúmu hálfu missiri, að það hafi réttlætt þungar sakargiftir á hendur 2 valdsmönnum landsins, sýslumönnunum í Dalasýslu og Snæfellsness- og Hnappadalssýslu.

Öll eru þessi mál höfðuð til hreinsunar téðum valdsmönnum og til þess að jafna duglega á blaðinu fyrir að hafa embættisávirðingar þessara embættismanna (o. fl.) í hámælum. Búist var við, að það yrði því auðunnara, sem blaðið ætti óvenju örðugt aðstöðu, þyrfti að afla sér sönnunargagna í fjarska, með setudómara á þess kostnað o. s. frv.
En svona fór.
Blaðið ýmist alsýknað og þá dæmt hafa réttlætt öll aðalatriði í sakargiftum þess. Eða að eins sakfellt lítils háttar í sumum málunum, fyrir að hafa ekki vitað inn í huga manns, eða ekki tekist að sanna 1-1½ atriði af mörgum, svo örðugt sem allir vita að oft er að fullsanna margt það, sem bæði guð og menn vita að er þó aldrei nema satt, hvað sem þessu dæmi líður.
Mundi þurfa margra frekari vitna við um stjórnarástand í landi, þar sem svona athæfi þykir vel sama gæslumönnum réttvísinnar og mikils háttar fulltrúum valdstjórnarinnar?