1904

Þjóðólfur, 29. janúar 1904, 56. árg., 5. tbl., bls. 18:

Sogsbrúarmálið o. fl.
Úr Grímsnesi er Þjóðólfi skrifað 7. þ.m.
Fundur var haldinn hér á þingstað hreppsins 5. þ.m., til að ræða um Sogsbrúarmálið o. fl.; fundurinn byrjaði með því að kosinn var fundarstjóri og skrifari, því næst las skrifari upp skjal og lýsti gangi Sogsbrúarmálsins að nokkru leyti frá byrjun, og skýrði málið sérstaklega eins og það nú horfir við, sýndi fram á nauðsyn brúarinnar í sambandi við hin væntanlegu rjómabú o. fl., hvatti til að halda málinu áfram og hækka tilboðið frá hreppsins hálfu, úr 2,500 kr. upp í allt að 5000 krónur, og sýndi reikningslega fram á hvaða kostnað það hefði í för með sér, fyrir hvern einstakan bónda, að jöfnuði, í hreppnum, í 28 ár, og komst að þeirri niðurstöðu, að jafnaðartalan á hvern búanda yrði lægri árlega, en hver meðalbóndi, sem verður að flytja alla sína aðdrætti yfir Sogið eða Hvítá, þarf að borga árlega í ferjutolla.
Að því búnu hófust umræður um málið og urðu þær nokkuð langar af þeirri ástæðu, að þar kom fram apturhalds- og andmælaröddin sama, sem fyr hefur látið til sín heyra í þessu máli. Umræður enduðu með því, að lesin var upp tillaga í þessa átt: að Grímsnesingar lofa að leggja frá sínum hreppi til brúargerðar á Sogið hjá Alvirðu allt að 5 þús. krónur og skora jafnframt á sýslunefnd Árnessýslu, að veita úr sýslusjóði allt að 7 þús. kr. til sama fyrirtækis, og gera sem bráðast allar þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru málinu til framkvæmda, sem allra fyrst. Var svo gengið til atkvæða um tillöguna, og hún samþykkt með 35 atkv. gegn 3 atkv.
Þess má þakksamlega geta, í sambandi við þetta mál til heiðurs þeim P. Nielsen verslunarstjóra á Eyrarbakka og Ólafi kaupmanni Árnasyni á Stokkseyri, að þeir hafa báðir þegar lofað að taka þátt í fyrirtækinu með fjárframlögum, og væri óskandi að fleiri vildu feta í þeirra spor.
Af ofanritaðri skýrslu má sjá, að mál þetta er á góðum vegi, hjá Grímsnesingum, og að þeir vilja eitthvað í sölurnar leggja, til þess að fá nauðsynlega samgöngubót – brú á Sogið – þar sem þeir hafa nú lofað að hækka um helming tillage sitt, sem áður var þó allríflegt. Hafa Grímsnesingar sýnt mikla samheldni og mikinn dugnað í þessu máli, svo að það er enginn efi á, að þeir halda málinu áfram til fullkomins sigurs, enda hefur sá hreppur löngum verið talinn hinn allra framtakssamasti og afkastamesti til allra framfara í sýslunni, og skipaður mörgum einbeittum dugnaðar- og áhugamönnum. Er óhugsandi, að sýslunefndin láti þá skömm eftir sig liggja, að standa nú ekki við hið fyrra tilboð sitt, um 5000 kr. tillag til Sogsbrúarinnar, þá er landsjóður hefur hlaupið svo vel undir bagga, að leggja til 2/3 hluta brúarkostnaðarins. Að minnsta kosti verður Árnesinguum ekki boðið það í annað sinn, ef þeir hafna því nú, og yfirleitt mun sýslan ekki geta gert sér miklar vonir um fjárframlög úr landsjóði til nauðsynlegra fyrirtækja þar eystra, ef hún vill ekkert styðja þau fyrirtæki, sem alþingi hefur lagt fé til. Það er við svo ramman reip að draga í þinginu um fjárframlög til þessarar sýslu, að sýslunefndin má ekki gera óvinunum þann greiða, að gera sig um of drembna, og heimta annaðhvort allt eða ekkert. Menn gangast lítt upp við slík >compliment< og afleiðingin verður sú, að sýslan fær ekkert, því að þá vitna þingmenn í , að hún vilji sjálf ekkert af mörkum leggja til framfarafyrirtækja innan sýslu. Þær ákúrur hafa ekki svo sjaldan hvinið um eyru okkar, þingmanna hennar, og er því tími til, að sýslunefndin geri slíkt bull að markleysu einni, enda mun svo verða að því er Sogsbrúna snertir, því að hitt væri stór flónska, að synja um allan styrk til hennar, úr því að einn hreppur og landsjóður hafa boðið fram 2/3 fjárins. Að vísu er oss kunnugt um, að sýslunefndarmaðurinn úr Grímsneshreppi, uppgjafakarl úr Laugardal, er einn af stækustu óvinum þessa máls, og mun gera allt sem hann getur til þess að spilla fyrir því í nefndinni, eins og hann hefur hvað eftir annað reynt til að gera í blöðunum, en sú er bótin, að sá velæruverðugi herra hefur engin áhrif, hvorki í sýslunefndinni né í sínum hreppi, svo að það er jafnvel vinningur fyrir hvert mál, að hann sé á móti því, heldur en með því. Þetta er alkunnugt þar eystra, og munu hreppsbúar hans að minnsta kosti kannast við það. Það er lítill efi á, að það er þetta sama göfugmenni, sem var að akneytast í >Ísafold< nokkru fyrir jólin út af Sogsbrúarmálinu o. fl. En það heimskuþvögl var auðvitað ekki svaravert, því að maðurinn er hvorki svo mikils metinn heima í héraði né annarstaðar, að menn taki raus hans til greina að neinu leyti. Honum hentar best að tala við sjálfan sig. Þar talar hann við jafnoka sinn í skynsemi sem hann annars mun sjaldan hitta.
Ritstj.


Þjóðólfur, 29. janúar 1904, 56. árg., 5. tbl., bls. 18:

Sogsbrúarmálið o. fl.
Úr Grímsnesi er Þjóðólfi skrifað 7. þ.m.
Fundur var haldinn hér á þingstað hreppsins 5. þ.m., til að ræða um Sogsbrúarmálið o. fl.; fundurinn byrjaði með því að kosinn var fundarstjóri og skrifari, því næst las skrifari upp skjal og lýsti gangi Sogsbrúarmálsins að nokkru leyti frá byrjun, og skýrði málið sérstaklega eins og það nú horfir við, sýndi fram á nauðsyn brúarinnar í sambandi við hin væntanlegu rjómabú o. fl., hvatti til að halda málinu áfram og hækka tilboðið frá hreppsins hálfu, úr 2,500 kr. upp í allt að 5000 krónur, og sýndi reikningslega fram á hvaða kostnað það hefði í för með sér, fyrir hvern einstakan bónda, að jöfnuði, í hreppnum, í 28 ár, og komst að þeirri niðurstöðu, að jafnaðartalan á hvern búanda yrði lægri árlega, en hver meðalbóndi, sem verður að flytja alla sína aðdrætti yfir Sogið eða Hvítá, þarf að borga árlega í ferjutolla.
Að því búnu hófust umræður um málið og urðu þær nokkuð langar af þeirri ástæðu, að þar kom fram apturhalds- og andmælaröddin sama, sem fyr hefur látið til sín heyra í þessu máli. Umræður enduðu með því, að lesin var upp tillaga í þessa átt: að Grímsnesingar lofa að leggja frá sínum hreppi til brúargerðar á Sogið hjá Alvirðu allt að 5 þús. krónur og skora jafnframt á sýslunefnd Árnessýslu, að veita úr sýslusjóði allt að 7 þús. kr. til sama fyrirtækis, og gera sem bráðast allar þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru málinu til framkvæmda, sem allra fyrst. Var svo gengið til atkvæða um tillöguna, og hún samþykkt með 35 atkv. gegn 3 atkv.
Þess má þakksamlega geta, í sambandi við þetta mál til heiðurs þeim P. Nielsen verslunarstjóra á Eyrarbakka og Ólafi kaupmanni Árnasyni á Stokkseyri, að þeir hafa báðir þegar lofað að taka þátt í fyrirtækinu með fjárframlögum, og væri óskandi að fleiri vildu feta í þeirra spor.
Af ofanritaðri skýrslu má sjá, að mál þetta er á góðum vegi, hjá Grímsnesingum, og að þeir vilja eitthvað í sölurnar leggja, til þess að fá nauðsynlega samgöngubót – brú á Sogið – þar sem þeir hafa nú lofað að hækka um helming tillage sitt, sem áður var þó allríflegt. Hafa Grímsnesingar sýnt mikla samheldni og mikinn dugnað í þessu máli, svo að það er enginn efi á, að þeir halda málinu áfram til fullkomins sigurs, enda hefur sá hreppur löngum verið talinn hinn allra framtakssamasti og afkastamesti til allra framfara í sýslunni, og skipaður mörgum einbeittum dugnaðar- og áhugamönnum. Er óhugsandi, að sýslunefndin láti þá skömm eftir sig liggja, að standa nú ekki við hið fyrra tilboð sitt, um 5000 kr. tillag til Sogsbrúarinnar, þá er landsjóður hefur hlaupið svo vel undir bagga, að leggja til 2/3 hluta brúarkostnaðarins. Að minnsta kosti verður Árnesinguum ekki boðið það í annað sinn, ef þeir hafna því nú, og yfirleitt mun sýslan ekki geta gert sér miklar vonir um fjárframlög úr landsjóði til nauðsynlegra fyrirtækja þar eystra, ef hún vill ekkert styðja þau fyrirtæki, sem alþingi hefur lagt fé til. Það er við svo ramman reip að draga í þinginu um fjárframlög til þessarar sýslu, að sýslunefndin má ekki gera óvinunum þann greiða, að gera sig um of drembna, og heimta annaðhvort allt eða ekkert. Menn gangast lítt upp við slík >compliment< og afleiðingin verður sú, að sýslan fær ekkert, því að þá vitna þingmenn í , að hún vilji sjálf ekkert af mörkum leggja til framfarafyrirtækja innan sýslu. Þær ákúrur hafa ekki svo sjaldan hvinið um eyru okkar, þingmanna hennar, og er því tími til, að sýslunefndin geri slíkt bull að markleysu einni, enda mun svo verða að því er Sogsbrúna snertir, því að hitt væri stór flónska, að synja um allan styrk til hennar, úr því að einn hreppur og landsjóður hafa boðið fram 2/3 fjárins. Að vísu er oss kunnugt um, að sýslunefndarmaðurinn úr Grímsneshreppi, uppgjafakarl úr Laugardal, er einn af stækustu óvinum þessa máls, og mun gera allt sem hann getur til þess að spilla fyrir því í nefndinni, eins og hann hefur hvað eftir annað reynt til að gera í blöðunum, en sú er bótin, að sá velæruverðugi herra hefur engin áhrif, hvorki í sýslunefndinni né í sínum hreppi, svo að það er jafnvel vinningur fyrir hvert mál, að hann sé á móti því, heldur en með því. Þetta er alkunnugt þar eystra, og munu hreppsbúar hans að minnsta kosti kannast við það. Það er lítill efi á, að það er þetta sama göfugmenni, sem var að akneytast í >Ísafold< nokkru fyrir jólin út af Sogsbrúarmálinu o. fl. En það heimskuþvögl var auðvitað ekki svaravert, því að maðurinn er hvorki svo mikils metinn heima í héraði né annarstaðar, að menn taki raus hans til greina að neinu leyti. Honum hentar best að tala við sjálfan sig. Þar talar hann við jafnoka sinn í skynsemi sem hann annars mun sjaldan hitta.
Ritstj.