1904

Austri, 17. febrúar 1904, 14.árg., 5. tbl., bls. 19:

Lagarfljótsbrúin.
Með "Mjölni" síðast kom nú upp til Reyðarfjarðar það sem á vantaði af brúarefninu. Eins og kunnugt er, hefir stórkaupmaður Thór E. Thulinius tekið að sér að koma efninu öllu upp að brúar stæðinu. Umboðsmaður Tuliniusar, herra Jón Arnesen hefir þegar látið Reyðfirðinga aka öllu efninu upp á Fagradal, alla leið norður yfir skriðurnar, og mun það þá komið yfir erfiðasta hluta vegarins.
Herra Arnesen ætlar að fá Héraðsmenn til þess að aka brúarefninu það sem eftir er af leiðinni alla leið að brúarstæðinu. Er það vel ráðið, því Héraðsmenn eiga mikið hægra með að flytja efnið þaðan sem það nú er komið, heldur en Reyðfirðingar.
Vér erum vissir um, að Héraðsmenn taka þessu tilboði Arnesens feginshendi. Fyrst og fremst vegna þess, að hér er um mikla atvinnu að gjöra fyrir þá, þar sem efnið mun verða um 300 æki, eftir því sem Arnesen tjáði oss. Og svo munu Héraðsmenn sjá það, að með þessu flýta þeir fyrir því að brúin komist upp, því ef Héraðsmönnum ekki semst um flutninginn við Arnesen, þá mun mjög líklegt að brúin komist ekki á næsta sumar; því samkvæmt samningi sínum við stjórnina er Tulinius ekki skyldur til að koma brúarefninu upp að brúarstæðinu í ár. Hann er aðeins skyldur til að flytja það "svo fljótt sem kringumstæður leyfa."
Þetta ættu Héraðsmenn að athuga.


Austri, 17. febrúar 1904, 14.árg., 5. tbl., bls. 19:

Lagarfljótsbrúin.
Með "Mjölni" síðast kom nú upp til Reyðarfjarðar það sem á vantaði af brúarefninu. Eins og kunnugt er, hefir stórkaupmaður Thór E. Thulinius tekið að sér að koma efninu öllu upp að brúar stæðinu. Umboðsmaður Tuliniusar, herra Jón Arnesen hefir þegar látið Reyðfirðinga aka öllu efninu upp á Fagradal, alla leið norður yfir skriðurnar, og mun það þá komið yfir erfiðasta hluta vegarins.
Herra Arnesen ætlar að fá Héraðsmenn til þess að aka brúarefninu það sem eftir er af leiðinni alla leið að brúarstæðinu. Er það vel ráðið, því Héraðsmenn eiga mikið hægra með að flytja efnið þaðan sem það nú er komið, heldur en Reyðfirðingar.
Vér erum vissir um, að Héraðsmenn taka þessu tilboði Arnesens feginshendi. Fyrst og fremst vegna þess, að hér er um mikla atvinnu að gjöra fyrir þá, þar sem efnið mun verða um 300 æki, eftir því sem Arnesen tjáði oss. Og svo munu Héraðsmenn sjá það, að með þessu flýta þeir fyrir því að brúin komist upp, því ef Héraðsmönnum ekki semst um flutninginn við Arnesen, þá mun mjög líklegt að brúin komist ekki á næsta sumar; því samkvæmt samningi sínum við stjórnina er Tulinius ekki skyldur til að koma brúarefninu upp að brúarstæðinu í ár. Hann er aðeins skyldur til að flytja það "svo fljótt sem kringumstæður leyfa."
Þetta ættu Héraðsmenn að athuga.