1904

Norðurland, 2. apríl 1904, 3. árg., 27. tbl., bls. 106:

Sýslufundur Skagfirðinga 1.-7. mars. (Ágrip)
Kláfdráttur.
Samþykkt að eftirláta kláfdrættinum á Héraðsvötnum hjá Flatatungu, án endurgjalds, vírstreng, er sýslan á.
Brýr.
Tveir smiðir lýstu bréflega yfir því áliti, að brúin á Kolbeinsdalsá sé hættulaus yfirferðar með lítilli viðgerð.
50 kr. veittar til endurbyggingar brúar á Svartá hjá Reykjum.
Frestað að gera fullnaðarákvæði út af beiðni um 500 kr. styrk til brúargjörðar á Fossá, en æskt eftir lýsingu brúarstæðis og áætlun um kostnað.
Brúarsjóðsgjald ákveðið næsta ár 20 aurar á hvert lausafjárhundrað og hvern verkfæran mann í sýslunni.
Sýsluvegur.
Ákveðið upp á væntanlegt samþykki amtsráðs, að sýsluvegur í Fljótum verði lagður frá Dritvík um Haganesvík að Fjótárbrú. - Samþ. að veita allt að 800 kr. til vegagerðar í Fljótum. - Hallgr. Þorsteinsson ráðinn verkstjóri við vegagjörð í Fljótum. - Samþ. að taka 2000 kr. lán til 10 ára og 1000 kr. bráðabirgðalán til að framkvæma á næsta sumri vegagjörð þá á leiðinni frá Hofsós að Ökrum, sem veittar eru 2000 kr. til í núgildandi fjárlögum.
Kláfdráttur á Jökulsá.
Samþ. að veita 100 kr. styrk til kláfdráttar á Jökulsá.
Atvinnu- og Samgöngumál.
Bréf hafði komið til sýslunefndar frá stjórnarráði Íslands, þar sem það æskir eftir umsögn hennar um, hver almenn fyrirtæki í atvinnu- og samgöngumálum séu talin nauðsynlegust í sýslunni. Eftir að nefnd (Ó. br., Jósef Bj., Rögnv. Bj., Jón Jónsson og Hallgr. Thorlacius) hafði starfað í málinu og álit hennar hafði verið rætt á ýmsa vegu, voru samþykktar tillögur, ítarlega rökstuddar, um 8 framfaramál sýslunnar:
1. Vatnsveitingar á eylendinu í Skagafirði. Að landstjórnin í samráði við Búnaðarfélag Íslands hlutist til um að fenginn verði hingað til lands um lengri eða skemmri tíma æfður landbúnaðarverkfræðingur (helst frá Svíþjóð), og að honum verði meðal annars falið á hendi að rannsaka nákvæmlega öll skilyrði fyrir því, að eylendið í Skagafirði verði tekið til algerðrar ræktunar með vatnsveitingum.
2. Hólaskóli. Að landstjórnin hlutist til um, að fjártillag til skólans úr landsjóði verði hækkað, svo að það nemi að minnsta kosti 2/3 af þeirri upphæð, sem skólanum er árlega veitt af opinberu fé.
3. Flutningabraut. Að fjárveiting til flutningabrautar inn Skagafjörð verði tekin í næsta fjárlagafrumvarp.
4. Brú á vesturós Héraðsvatna. Að til hennar verði veittur úr landssjóði styrkur, er nemi ¾ af kostnaðinum eða 25.000 kr.
5. Brú á Héraðsvötn á póstleið. Að lagafrv. um hana verði lagt fyrir næsta þing.
Gönguskarðsárbrú.
Samþykki veitt til, að hreppsnefnd Sauðárhrepps taki 600 kr. lán til brúarlagningar á Gönguskarðsá, og hreppsnefndinni heimilað að lengja minni brúarpartinn til að tryggja brúna betur fyrir hættum af ruðningi árinnar í leysingum.


Norðurland, 2. apríl 1904, 3. árg., 27. tbl., bls. 106:

Sýslufundur Skagfirðinga 1.-7. mars. (Ágrip)
Kláfdráttur.
Samþykkt að eftirláta kláfdrættinum á Héraðsvötnum hjá Flatatungu, án endurgjalds, vírstreng, er sýslan á.
Brýr.
Tveir smiðir lýstu bréflega yfir því áliti, að brúin á Kolbeinsdalsá sé hættulaus yfirferðar með lítilli viðgerð.
50 kr. veittar til endurbyggingar brúar á Svartá hjá Reykjum.
Frestað að gera fullnaðarákvæði út af beiðni um 500 kr. styrk til brúargjörðar á Fossá, en æskt eftir lýsingu brúarstæðis og áætlun um kostnað.
Brúarsjóðsgjald ákveðið næsta ár 20 aurar á hvert lausafjárhundrað og hvern verkfæran mann í sýslunni.
Sýsluvegur.
Ákveðið upp á væntanlegt samþykki amtsráðs, að sýsluvegur í Fljótum verði lagður frá Dritvík um Haganesvík að Fjótárbrú. - Samþ. að veita allt að 800 kr. til vegagerðar í Fljótum. - Hallgr. Þorsteinsson ráðinn verkstjóri við vegagjörð í Fljótum. - Samþ. að taka 2000 kr. lán til 10 ára og 1000 kr. bráðabirgðalán til að framkvæma á næsta sumri vegagjörð þá á leiðinni frá Hofsós að Ökrum, sem veittar eru 2000 kr. til í núgildandi fjárlögum.
Kláfdráttur á Jökulsá.
Samþ. að veita 100 kr. styrk til kláfdráttar á Jökulsá.
Atvinnu- og Samgöngumál.
Bréf hafði komið til sýslunefndar frá stjórnarráði Íslands, þar sem það æskir eftir umsögn hennar um, hver almenn fyrirtæki í atvinnu- og samgöngumálum séu talin nauðsynlegust í sýslunni. Eftir að nefnd (Ó. br., Jósef Bj., Rögnv. Bj., Jón Jónsson og Hallgr. Thorlacius) hafði starfað í málinu og álit hennar hafði verið rætt á ýmsa vegu, voru samþykktar tillögur, ítarlega rökstuddar, um 8 framfaramál sýslunnar:
1. Vatnsveitingar á eylendinu í Skagafirði. Að landstjórnin í samráði við Búnaðarfélag Íslands hlutist til um að fenginn verði hingað til lands um lengri eða skemmri tíma æfður landbúnaðarverkfræðingur (helst frá Svíþjóð), og að honum verði meðal annars falið á hendi að rannsaka nákvæmlega öll skilyrði fyrir því, að eylendið í Skagafirði verði tekið til algerðrar ræktunar með vatnsveitingum.
2. Hólaskóli. Að landstjórnin hlutist til um, að fjártillag til skólans úr landsjóði verði hækkað, svo að það nemi að minnsta kosti 2/3 af þeirri upphæð, sem skólanum er árlega veitt af opinberu fé.
3. Flutningabraut. Að fjárveiting til flutningabrautar inn Skagafjörð verði tekin í næsta fjárlagafrumvarp.
4. Brú á vesturós Héraðsvatna. Að til hennar verði veittur úr landssjóði styrkur, er nemi ¾ af kostnaðinum eða 25.000 kr.
5. Brú á Héraðsvötn á póstleið. Að lagafrv. um hana verði lagt fyrir næsta þing.
Gönguskarðsárbrú.
Samþykki veitt til, að hreppsnefnd Sauðárhrepps taki 600 kr. lán til brúarlagningar á Gönguskarðsá, og hreppsnefndinni heimilað að lengja minni brúarpartinn til að tryggja brúna betur fyrir hættum af ruðningi árinnar í leysingum.