1904

Þjóðólfur, 22. apríl 1904, 56. árg., 17. tbl., bls. 66:

Skýrsla frá sýslufundi Árnessýslu.
Sýslunefnd Árnesinga hélt aðalfund sinn á Eyrarbakka, dagana 12.-16. þ.m. að báðum dögum meðtöldum, 79 málefni komu til umræðu, og er hér vikið að því helsta:
10. Framlögð allmörg skjöl viðvíkjandi hinni væntanlegu brú yfir Sogið hjá Alviðru. Þar með fylgdi vandaður uppdráttur af brúnni eftir verkfræðing Sigurð Thoroddsen. Eftir nokkuð snarpar umræður var brúarmálið, ásamt vegamáli sýslunnar sett í nefnd, og fjallaði sama nefndin um bæði málin. Álit nefndarinnar var að mestu samþykkt óbreytt.
Er álitið með fæstum orðum þannig:
1. Sýslufél. tekur að sér ábyrgð á allt að 5000 kr. láni til brúargerðar á Sogið hjá Alviðru. Grímsneshreppi leyft til sama fyrirtækis 5000 kr. lántaka, jafnskjótt og hreppsnefndin þar hefur komið sér saman um afborgunarskilyrðin, með því að það er samkomulagsatriði, að Laugardalsmenn borgi dálítið lægra, vegna minni afnota af brúnni, fyrst um sinn. Þessi bæði lán tekin og leyfð nú þegar, eða svo fljótt, sem ástæður leyfa, því annars búist við, að fjárveiting sú, er veitt er í þessu skyni á síðasta þingi, kynni að tapast, og málinu fyrir það frestað um óákveðinn tíma.
2. Þegar nægilegt fé fæst annarsstaðar frá, t.d. landsjóði, tekur sýslufélagið ábyrgð á allt að 8000 kr. láni til vegagerðar frá Flatholti hjá Bitru, upp Skeið, inn að Stóru-Laxá með álmu norður bakkana að Iðuferjustað. Þegar kom fram loforð frá 3 viðkomandi hreppum nálægt 6000 kr. Þetta fyrirtæki bíður náttúrlega eftir undirtektum næstkomandi Alþingis, og vonast viðkomendur þá eftir þeim góðum og greiðum, því langt er frá, að vegamál sýslunnar séu komin í viðunanlegt horf ennþá.
11. Beiðni kom frá ferjubóndanum í Óseyrarnesi um, að mega hækka ferjutolla lítið eitt. Það var samþykkt, að ferjutollar yrðu framvegis þannig: 25 aura fyrir hvern lausgangandi mann um vertíð, 30 aura þess utan.


Þjóðólfur, 22. apríl 1904, 56. árg., 17. tbl., bls. 66:

Skýrsla frá sýslufundi Árnessýslu.
Sýslunefnd Árnesinga hélt aðalfund sinn á Eyrarbakka, dagana 12.-16. þ.m. að báðum dögum meðtöldum, 79 málefni komu til umræðu, og er hér vikið að því helsta:
10. Framlögð allmörg skjöl viðvíkjandi hinni væntanlegu brú yfir Sogið hjá Alviðru. Þar með fylgdi vandaður uppdráttur af brúnni eftir verkfræðing Sigurð Thoroddsen. Eftir nokkuð snarpar umræður var brúarmálið, ásamt vegamáli sýslunnar sett í nefnd, og fjallaði sama nefndin um bæði málin. Álit nefndarinnar var að mestu samþykkt óbreytt.
Er álitið með fæstum orðum þannig:
1. Sýslufél. tekur að sér ábyrgð á allt að 5000 kr. láni til brúargerðar á Sogið hjá Alviðru. Grímsneshreppi leyft til sama fyrirtækis 5000 kr. lántaka, jafnskjótt og hreppsnefndin þar hefur komið sér saman um afborgunarskilyrðin, með því að það er samkomulagsatriði, að Laugardalsmenn borgi dálítið lægra, vegna minni afnota af brúnni, fyrst um sinn. Þessi bæði lán tekin og leyfð nú þegar, eða svo fljótt, sem ástæður leyfa, því annars búist við, að fjárveiting sú, er veitt er í þessu skyni á síðasta þingi, kynni að tapast, og málinu fyrir það frestað um óákveðinn tíma.
2. Þegar nægilegt fé fæst annarsstaðar frá, t.d. landsjóði, tekur sýslufélagið ábyrgð á allt að 8000 kr. láni til vegagerðar frá Flatholti hjá Bitru, upp Skeið, inn að Stóru-Laxá með álmu norður bakkana að Iðuferjustað. Þegar kom fram loforð frá 3 viðkomandi hreppum nálægt 6000 kr. Þetta fyrirtæki bíður náttúrlega eftir undirtektum næstkomandi Alþingis, og vonast viðkomendur þá eftir þeim góðum og greiðum, því langt er frá, að vegamál sýslunnar séu komin í viðunanlegt horf ennþá.
11. Beiðni kom frá ferjubóndanum í Óseyrarnesi um, að mega hækka ferjutolla lítið eitt. Það var samþykkt, að ferjutollar yrðu framvegis þannig: 25 aura fyrir hvern lausgangandi mann um vertíð, 30 aura þess utan.