1904

Ísafold, 11. maí 1904, 16.árg., 29. tbl., bls. 116:

Sýslufundur Árnesinga. Árnessýslu 18/4 1904.
Hér hófst sýslunefndarfundur 1. þ.m. og var honum lokið 16. þ.m.
Helstu fundarmál voru:
Samgöngumál voru efst á baugi, eins og vant er.
Má fyrst minnast á áfangastaðamálið.
Eggert í Laugardælum leyfði að taka upp áfangastað í sínu landi fyrst um sinn, fyrir 40 kr. árgjald. Nefndin gekk að því.
Þörf þótti vegna aukinnar umferðar, að bæta við áfangastaðina á Torfeyri, og voru veittar til þess 15 kr.
Gamlir áfangastaðir fengu auðvitað ekkert. Og þar eð utanhéraðsmenn nota áfangastaðina meira en mestur hluti sýslubúa, þótti ráðandi til, að jafnaðarsjóður borgaði þóknunina.
En til þess þarf lagabreytingu.
Uppsýslan hefir mikinn áhuga á að fá veg frá Flatholti hjá Bitru upp að Laxá (og þyrfti lengra), og svo álmu að Iðuferjustað, sem ekki yrði dýr. Það eru 5 rjómabú, sem eiga án efa velferð sína undir því, að þessi vegur fáist. Enda bjóðast sveitirnar að leggja fram til þess frá sér 5-6000 kr., eftir því sem þær framast geta. Nú lofaði sýslan 8000 kr. úr sýslusjóði, og erum vér nú vongóðir um, að alþingi veiti það sem á vantar úr landssjóði. Þennan veg taldi sýslunefndin líka á undan, öllu öðru í svari sínu til landsstjórnarinnar, er spurði hana um áhugamál þau til framfara, sem nú væri ríkust með sýslubúum. Og það var eflaust rétt. Á engu ríður meira nú.
Grímsnesingar báðu um 5000 kr. til Sogsbrúar og fengu þær veittar, mót 5000 kr. úr landssjóði og 5000 kr. úr Grímsneshreppi.
Um leið er áformað að skipta Grímsneshreppi í 2 hreppa og beri sá meira af skuldinni, sem nær er brúnni og notar hana meira.
Vegur upp að Sogsbrú og frá henni upp Grímsnesið var meðal þeirra mála, sem í svarinu til landsstjórnarinnar voru tekin fram svo sem nauðsynleg framtíðarmál - Ekki er hægt að hafa allt fyrir sér í einu.
Önnur smærri samgöngumál nenni ég ekki að telja.
Það urðu ekki stórir skammtar, þá er farið var að útbýta vegafénu til sýsluveganna. Fjárhæðin var að eins 1,857 kr. 59 a., og það með því, að hækka vegagjaldið um 25 a. á mann, því verkfærir fækka óðum. - Frá þessari fjárhæð voru fyrst dregnar skuldir til landssjóðs og einstakra manna. Gekk til þess meira en helmingurinn. Má nærri geta, hve vel öllu hinu víðlenda sýsluveganeti verður borgið með tæpum 300 kr. að bjargast við. Engin sýsla á landinu mun eiga eins erfitt í þessu efni og Árnessýsla - En í staðinn mun hún geta tekið hvað mestum búnaðarframförum.


Ísafold, 11. maí 1904, 16.árg., 29. tbl., bls. 116:

Sýslufundur Árnesinga. Árnessýslu 18/4 1904.
Hér hófst sýslunefndarfundur 1. þ.m. og var honum lokið 16. þ.m.
Helstu fundarmál voru:
Samgöngumál voru efst á baugi, eins og vant er.
Má fyrst minnast á áfangastaðamálið.
Eggert í Laugardælum leyfði að taka upp áfangastað í sínu landi fyrst um sinn, fyrir 40 kr. árgjald. Nefndin gekk að því.
Þörf þótti vegna aukinnar umferðar, að bæta við áfangastaðina á Torfeyri, og voru veittar til þess 15 kr.
Gamlir áfangastaðir fengu auðvitað ekkert. Og þar eð utanhéraðsmenn nota áfangastaðina meira en mestur hluti sýslubúa, þótti ráðandi til, að jafnaðarsjóður borgaði þóknunina.
En til þess þarf lagabreytingu.
Uppsýslan hefir mikinn áhuga á að fá veg frá Flatholti hjá Bitru upp að Laxá (og þyrfti lengra), og svo álmu að Iðuferjustað, sem ekki yrði dýr. Það eru 5 rjómabú, sem eiga án efa velferð sína undir því, að þessi vegur fáist. Enda bjóðast sveitirnar að leggja fram til þess frá sér 5-6000 kr., eftir því sem þær framast geta. Nú lofaði sýslan 8000 kr. úr sýslusjóði, og erum vér nú vongóðir um, að alþingi veiti það sem á vantar úr landssjóði. Þennan veg taldi sýslunefndin líka á undan, öllu öðru í svari sínu til landsstjórnarinnar, er spurði hana um áhugamál þau til framfara, sem nú væri ríkust með sýslubúum. Og það var eflaust rétt. Á engu ríður meira nú.
Grímsnesingar báðu um 5000 kr. til Sogsbrúar og fengu þær veittar, mót 5000 kr. úr landssjóði og 5000 kr. úr Grímsneshreppi.
Um leið er áformað að skipta Grímsneshreppi í 2 hreppa og beri sá meira af skuldinni, sem nær er brúnni og notar hana meira.
Vegur upp að Sogsbrú og frá henni upp Grímsnesið var meðal þeirra mála, sem í svarinu til landsstjórnarinnar voru tekin fram svo sem nauðsynleg framtíðarmál - Ekki er hægt að hafa allt fyrir sér í einu.
Önnur smærri samgöngumál nenni ég ekki að telja.
Það urðu ekki stórir skammtar, þá er farið var að útbýta vegafénu til sýsluveganna. Fjárhæðin var að eins 1,857 kr. 59 a., og það með því, að hækka vegagjaldið um 25 a. á mann, því verkfærir fækka óðum. - Frá þessari fjárhæð voru fyrst dregnar skuldir til landssjóðs og einstakra manna. Gekk til þess meira en helmingurinn. Má nærri geta, hve vel öllu hinu víðlenda sýsluveganeti verður borgið með tæpum 300 kr. að bjargast við. Engin sýsla á landinu mun eiga eins erfitt í þessu efni og Árnessýsla - En í staðinn mun hún geta tekið hvað mestum búnaðarframförum.